Innlent

Eldur í strætó­skýli og líkams­á­rás

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Annasamur dagur að baki hjá lögreglunni.
Annasamur dagur að baki hjá lögreglunni. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst tilkynning um eld í biðskýli strætisvagna í Fella-og Hólahverfi í Breiðholti í Reykjavík í dag. Lögregla og slökkvilið voru kölluð út vegna brunans. 

Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar. Samkvæmt frétt Mbl.is gekk greiðlega að slökkva eldinn og engum varð meint af. 

Þá var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á vesturhluta varðsvæðis eitt, sem Seltjarnarnes, vesturbær, miðbær og austurbær heyra undir. Lögregla fór á vettvang, handtók meintan geranda og vistaði hann í fangaklefa á meðan málið er í rannsókn.

Lögreglu barst nokkrar tilkynningar um þjófnað í dag. Tilkynnt var um þjófnað á hóteli í miðborginni. Lögregla fór á vettvang og rannsakaði málið. Að auki var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð. Þá var tilkynnt um gripdeild þar sem aðili fór inn í verslun, tók fatnað og hljóp á brott. Málið er í rannsókn. 

Lögreglu barst að auki tilkynning um umferðarslys í Garðabæ. Ekki urðu slys á fólki. 

Tveir ökumenn voru handteknir í dag grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var annar ökumaður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×