Heimamenn fóru ögn betur af stað en FH og mögulega hefur farið einhver skjálfti um FH-inga á þeim tímapunkti, en missti liðið unninn leik niður í jafntefli þegar liðin mættust í Kaplakrika fyrir viku síðan.
Þeir hristu skjálftann þó fljótt af sér og fóru inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu, 10-12. Um miðjan seinni hálfleikinn náði FH upp þriggja marka forskoti og litu ekki til baka eftir það. FH léku án Arons Pálmarssonar sem var meiddur en það kom ekki að sök.
Sjö marka sigur niðurstaðan en fjórir leikmenn FH skiptu bróðurlega á milli sín markakóngstitlinum þar sem þeir Ásbjörn Friðriksson, Jakob Martin Ásgeirsson, Einar Örn Sindrason og Birgir Már Birgisson skoruðu fimm mörk hver. Birgir átti skínandi leik í sókninni með 100% nýtingu.
Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH. Hann varði 15 skot, eða 39 prósent af þeim skotum sem hann fékk á sig.