Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 21:11 Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í Kanada Vísir/Ívar Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum. Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum.
Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira