Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 21:11 Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í Kanada Vísir/Ívar Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum. Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum.
Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira