Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Sigurgeir Finnsson skrifar 20. október 2023 10:00 Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun