Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2023 08:55 Viktor Orbán, til vinstri, og Vladimír Pútín, til hægri, hittust í Peking í Kína í vikunni. Vísir/EPA Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. Forseti Tékklands, Petr Pavel, segir evrópska leiðtoga ekki mega falla fyrir brögðum forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Það gerir hann tveimur dögum eftir fund Pútín með forseta Ungverjalands, Viktor Orbán, í Peking. Orbán var staddur í Kína á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum forseta landsins. Pavel sagði í yfirlýsingu til breska miðilsins Guardian að það hefði oft sýnt sig að Pútín hitti ekki leiðtoga Evrópu með það að markmiði að ná friði. Petr Pavel segir fund þeirra mikil vonbrigðiVísir/EPA „Það er hægt að ná friði án nokkurra samningaviðræðna ef hann myndi bara láta af árásum sínum og draga herlið sitt út úr Úkraínu,“ sagði Pavel og að eina ástæða fundanna væri að slíta í sundur sameiningu Evrópulanda og lýðræðisríkja. „Við ættum ekki að falla fyrir brögðum hans.“ Forseti Eistlands tók í sama streng í viðtali við Reuters eftir fund Pútín og Orbán og sagði fund þeirra „mjög ógeðfelldan“. Þá gagnrýndi einnig sendiherra Bandaríkjanna í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, fundinn og að forseti landsins hefði ákveðið að hitta mann sem sé ábyrgur fyrir glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Hungary s leader chooses to stand with a man whose forces are responsible for crimes against humanity in Ukraine, and alone among our Allies. While Russia strikes Ukrainian civilians, Hungary pleads for business deals. pic.twitter.com/Rsjwdm1oUu— Ambassador David Pressman (@USAmbHungary) October 17, 2023 Sendiherra Þýskalands í Ungverjalandi sagði svipaða hluti í færslu á X, áður Twitter, þar sem hún spurði hvort að innrás hans í Úkraínu hefði ekki örugglega verið rædd. So - Putin must end his war of aggression against Ukraine, end the bombardment of civilians, the shelling of schools and hospitals, the kidnapping of children? That was meant and discussed, surely? https://t.co/WTJIIK0FpU— Julia Gross (@GERinHUN) October 17, 2023 Á vef Guardian segir að Orbán hafi í vikunni hitt Pútín og að það þyki nokkuð óvenjulegt fyrir leiðtoga sem tilheyrir bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Orbán sagði eftir fund þeirra að þeir hefðu rætt friðar- og orkumál. Ungverjaland hefur oft verið gagnrýnt fyrir ólýðræðislega tilburði innanlands og utanríkisstefnu sem er mjög vinveitt bæði Kínverjum og Rússum. Utanríkisráðherra landsins, Péter Szijjártó, heimsækir Moskvu reglulega og svo eru margir svekktir yfir því að Ungverjar, og Tyrkir, hafi ekki samþykkt umsókn Svía í NATO. Talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar hefur svarað þessum gagnrýnisröddum og sagði afstöðu Orbán til stríðsins í Úkraínu hafa verið skýra frá upphafi. En að þau tali ávallt fyrir því að eiga í opnu og gagnsæju samtali með það að markmiði að finna friðsamlega lausn að átökunum. Nánar á vef Guardian. Ungverjaland Tékkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Forseti Tékklands, Petr Pavel, segir evrópska leiðtoga ekki mega falla fyrir brögðum forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Það gerir hann tveimur dögum eftir fund Pútín með forseta Ungverjalands, Viktor Orbán, í Peking. Orbán var staddur í Kína á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum forseta landsins. Pavel sagði í yfirlýsingu til breska miðilsins Guardian að það hefði oft sýnt sig að Pútín hitti ekki leiðtoga Evrópu með það að markmiði að ná friði. Petr Pavel segir fund þeirra mikil vonbrigðiVísir/EPA „Það er hægt að ná friði án nokkurra samningaviðræðna ef hann myndi bara láta af árásum sínum og draga herlið sitt út úr Úkraínu,“ sagði Pavel og að eina ástæða fundanna væri að slíta í sundur sameiningu Evrópulanda og lýðræðisríkja. „Við ættum ekki að falla fyrir brögðum hans.“ Forseti Eistlands tók í sama streng í viðtali við Reuters eftir fund Pútín og Orbán og sagði fund þeirra „mjög ógeðfelldan“. Þá gagnrýndi einnig sendiherra Bandaríkjanna í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, fundinn og að forseti landsins hefði ákveðið að hitta mann sem sé ábyrgur fyrir glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Hungary s leader chooses to stand with a man whose forces are responsible for crimes against humanity in Ukraine, and alone among our Allies. While Russia strikes Ukrainian civilians, Hungary pleads for business deals. pic.twitter.com/Rsjwdm1oUu— Ambassador David Pressman (@USAmbHungary) October 17, 2023 Sendiherra Þýskalands í Ungverjalandi sagði svipaða hluti í færslu á X, áður Twitter, þar sem hún spurði hvort að innrás hans í Úkraínu hefði ekki örugglega verið rædd. So - Putin must end his war of aggression against Ukraine, end the bombardment of civilians, the shelling of schools and hospitals, the kidnapping of children? That was meant and discussed, surely? https://t.co/WTJIIK0FpU— Julia Gross (@GERinHUN) October 17, 2023 Á vef Guardian segir að Orbán hafi í vikunni hitt Pútín og að það þyki nokkuð óvenjulegt fyrir leiðtoga sem tilheyrir bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Orbán sagði eftir fund þeirra að þeir hefðu rætt friðar- og orkumál. Ungverjaland hefur oft verið gagnrýnt fyrir ólýðræðislega tilburði innanlands og utanríkisstefnu sem er mjög vinveitt bæði Kínverjum og Rússum. Utanríkisráðherra landsins, Péter Szijjártó, heimsækir Moskvu reglulega og svo eru margir svekktir yfir því að Ungverjar, og Tyrkir, hafi ekki samþykkt umsókn Svía í NATO. Talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar hefur svarað þessum gagnrýnisröddum og sagði afstöðu Orbán til stríðsins í Úkraínu hafa verið skýra frá upphafi. En að þau tali ávallt fyrir því að eiga í opnu og gagnsæju samtali með það að markmiði að finna friðsamlega lausn að átökunum. Nánar á vef Guardian.
Ungverjaland Tékkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57
Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38