Kynlífsverkafólk mótmælir flutningi Rauða hverfisins í Amsterdam Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 07:45 Fyrirhuguðum aðgerðum hefur verið harðlega mótmælt, bæði af kynlífsverkafólki og íbúum á svæðum sem koma til greina sem ný erótísk miðstöð. epa/Robin Van Lonkhuijsen Kynlífsverkafólk í Amsterdam mótmælir nú harðlega fyrirætluðum flutningi „Rauða hverfisins“ úr borginni og í nýja „miðstöð erótíkur“ í úthverfunum. „Ef kynlífsverkafólki er ekki um að kenna, af hverju er þá verið að refsa okkur?“ stóð á mótmælastpjöldum grímuklæddra mótmælenda þegar þeir gengu í gegnum hverfið í gær, í átt að ráðhúsinu. Borgarstjórinn Femke Halsema er meðal þeirra sem vilja hverfið burt, meðal annars til að hreinsa Amsterdam af stimplinum „syndaborg“ og draga úr ferðamannstraumnum og glæpum á svæðinu. Íbúar á þeim svæðum þar sem hin nýja erótíska miðstöð á mögulega að verða til eru hins vegar ekki par sáttir né heldur kynlífsverkafólkið sem þykir að verið sé að refsa því fyrir stóreyga túristamergðina og smáglæpina sem fylgja. Rauða hverfið hefur löngum verið þekkt fyrir stóra upplýsta glugga, þar sem kynlífsverkafólk auglýsir og bíður eftir næsta kúnna. Borgarráð hefur lagt til þrjá staði þar sem til stendur að tryggja um það bil 100 herbergi fyrir kynlífsverkafólk en það er lítt hrifið. Lyfjastofnun Evrópu hefur einnig dregist inn í umræðuna en það vakti mikla reiði meðal starfsmanna hennar þegar í ljós kom að einn af mögulegum stöðum væri í næsta nágrenni við höfuðstöðvar stofnunarinnar. Um það bil 20 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista gegn flutningi hverfisins og kalla þess í stað eftir einhvers konar stýringu á fjölda ferðamanna og aukinni löggæslu, sérstaklega á næturnar. Guardian fjallar ítarlega um málið. Holland Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
„Ef kynlífsverkafólki er ekki um að kenna, af hverju er þá verið að refsa okkur?“ stóð á mótmælastpjöldum grímuklæddra mótmælenda þegar þeir gengu í gegnum hverfið í gær, í átt að ráðhúsinu. Borgarstjórinn Femke Halsema er meðal þeirra sem vilja hverfið burt, meðal annars til að hreinsa Amsterdam af stimplinum „syndaborg“ og draga úr ferðamannstraumnum og glæpum á svæðinu. Íbúar á þeim svæðum þar sem hin nýja erótíska miðstöð á mögulega að verða til eru hins vegar ekki par sáttir né heldur kynlífsverkafólkið sem þykir að verið sé að refsa því fyrir stóreyga túristamergðina og smáglæpina sem fylgja. Rauða hverfið hefur löngum verið þekkt fyrir stóra upplýsta glugga, þar sem kynlífsverkafólk auglýsir og bíður eftir næsta kúnna. Borgarráð hefur lagt til þrjá staði þar sem til stendur að tryggja um það bil 100 herbergi fyrir kynlífsverkafólk en það er lítt hrifið. Lyfjastofnun Evrópu hefur einnig dregist inn í umræðuna en það vakti mikla reiði meðal starfsmanna hennar þegar í ljós kom að einn af mögulegum stöðum væri í næsta nágrenni við höfuðstöðvar stofnunarinnar. Um það bil 20 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista gegn flutningi hverfisins og kalla þess í stað eftir einhvers konar stýringu á fjölda ferðamanna og aukinni löggæslu, sérstaklega á næturnar. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Holland Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira