Kiel var ósigrað í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir þennan. Heimamenn í Kolstad tóku forystuna um miðjan fyrri hálfleik en leikurinn jafnaðist fljótlega út og hélt spennunni fram í seinni hálfleikinn.
En frábær varnarleikur á lokasprettinum sá til þess að Kolstad tók stigin tvö, þeir lokuðu algjörlega á Kiel í rúmlega sjö mínútur og fóru frá því að vera einu marki yfir í að leiða með sex. Gestirnir frá Kiel klóruðu aðeins í bakkann en áttu aldrei möguleika á sigrinum.
RK Zabreg lagði svo RK Eurofarm Pelister að velli 27-18 í hinum leik A riðilsins. Pelister liðið er enn án sigurs eftir fimm leiki og situr í neðsta sæti riðilsins. Á toppnum eru PSG og Kiel, með Kolstad tveimur stigum fyrir aftan þau eftir sigur dagsins.
Í B riðlinum unnu svo Bjarki Már Elíasson og liðsfélagar hans í Veszprém stórsigur gegn Wisła Płock, 28-21. Bjarki Már skoraði 1 mark í leiknum með 100% skotnýtingu og gaf eina stoðsendingu.
Veszprém tekst með þessum sigri að jafna GOG að stigum í öðru sætingu, eini tapleikur Veszprém hingað til var einmitt gegn GOG, eini tapleikur þeirra var svo í síðustu umferð gegn Barcelona sem Veszprém mætir í næstu umferð.