Í hag allra að loftslagskrísunni sé mætt af ákafa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2023 13:30 Veðuröfgar eru meðal þess sem orsakast af loftslagsbreytingum. Vísir/RAX Forseti Ungra umhverfissinna segir innihald nýrrar vísindaskýrlu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi vera sláandi en ekki hafa komið á óvart. Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35
Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01