Musk íhugar að loka á X í Evrópu Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 23:23 Elon Musk er sagður hafa fengið sig fullsaddan á Evrópusambandinu EPA Auðjöfurinn Elon Musk er sagður hugleiða að loka samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í Evrópu. Ástæðan er sögð vera sú að hann vilji forðast það að þurfa að fylgja reglugerðum Evrópusambandsins. Business Insider greinir frá þessu, en í frétt miðilsins segir að Musk sé orðinn pirraður á því að þurfa að framfylgja reglugerðum sambandsins. Heimildarmaður miðilsins segir að hann íhugi að gera X-appið óaðgengilegt í álfunni, eða að blokka aðganga frá löndum Evrópusambandsins. Samfélagsmiðlarisinn Meta er með álíka aðgerðir í gangi þessa stundina gagnvart Evrópubúum sem ekki fá aðgang að forritinu Threads. Reglugerðin sem fer í taugarnar á Musk tók gildi í ágúst á þessu ári. Samkvæmt henni þurfa netrisar á borð við X að hafa á reiðum höndum skilvirk kerfi til þess að fjarlægja upplýsingar eða efni sem telst falskt, meiðandi, eða villandi. Business Insider segir að líklega hafi X nú þegar brotið á bága við þetta. Þar sem að mikið af fölskum upplýsingum hafi verið á kreiki varðandi átökin í Ísrael og á Gasaströndinni undanfarnar vikur. Elon Musk keypti Twitter, sem nú heitir X, fyrir ári síðan. Eftir að hann tók við stjórnartaumunum var stærstum hluta teymis sem sá um að ritskoða miðilinn sagt upp störfum. Greint var frá því í síðustu viku að sambandið rannsaki nú samstarfsvilja X til þess að gangast við reglugerðinni og óskaði eftir upplýsingum frá miðlinum um hvernig hann ætlaði sér að berjast gegn meiðandi upplýsingum. X gæti þurft að sæta refsingu vegna þessa. Business Insider segir að sekt sem myndi varða allt að sex prósentur af heildartekjum fyrirtækisins á heimsvísu sé möguleg. Twitter Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Business Insider greinir frá þessu, en í frétt miðilsins segir að Musk sé orðinn pirraður á því að þurfa að framfylgja reglugerðum sambandsins. Heimildarmaður miðilsins segir að hann íhugi að gera X-appið óaðgengilegt í álfunni, eða að blokka aðganga frá löndum Evrópusambandsins. Samfélagsmiðlarisinn Meta er með álíka aðgerðir í gangi þessa stundina gagnvart Evrópubúum sem ekki fá aðgang að forritinu Threads. Reglugerðin sem fer í taugarnar á Musk tók gildi í ágúst á þessu ári. Samkvæmt henni þurfa netrisar á borð við X að hafa á reiðum höndum skilvirk kerfi til þess að fjarlægja upplýsingar eða efni sem telst falskt, meiðandi, eða villandi. Business Insider segir að líklega hafi X nú þegar brotið á bága við þetta. Þar sem að mikið af fölskum upplýsingum hafi verið á kreiki varðandi átökin í Ísrael og á Gasaströndinni undanfarnar vikur. Elon Musk keypti Twitter, sem nú heitir X, fyrir ári síðan. Eftir að hann tók við stjórnartaumunum var stærstum hluta teymis sem sá um að ritskoða miðilinn sagt upp störfum. Greint var frá því í síðustu viku að sambandið rannsaki nú samstarfsvilja X til þess að gangast við reglugerðinni og óskaði eftir upplýsingum frá miðlinum um hvernig hann ætlaði sér að berjast gegn meiðandi upplýsingum. X gæti þurft að sæta refsingu vegna þessa. Business Insider segir að sekt sem myndi varða allt að sex prósentur af heildartekjum fyrirtækisins á heimsvísu sé möguleg.
Twitter Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira