Neytendur

Icelandair gert að greiða far­þega skaða­bætur vegna yfir­bókunar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Atvikið varð í september í fyrra. 
Atvikið varð í september í fyrra.  Vísir/Vilhelm

Icelandair var gert að greiða farþega skaðabætur upp á tæplega 37 þúsund krónur samkvæmt nýlegum úrskurði Samgöngustofu vegna þess að félagið hafði neitað honum um far, sem hann hafði þegar bókað, á brottfarardegi. 

Í úrskurði frá Samgöngustofu segir að í september í fyrra hafi farþeginn innritað sig í flug frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í gegnum vefinnritun og fengið brottfararspjald. 

Að morgni brottfarardags hafi hann mætt á Egilsstaðaflugvöll þar sem hann fékk þær upplýsingar frá starfsfólki Icelandair að hann gæti ekki bókað sæti í flugvélinni vegna þess að hún væri fullbókuð. Úr varð að hann keyrði til Reykjavíkur. 

Kvartandinn gerði kröfu um staðlaðar skaðabætur vegna neitunar á fari með flugvélinni. Í úrskurðinum segir að Icelandair sé gert að greiða honum 250 evrur í skaðabætur, eða tæpar 37 þúsund krónur. Samkvæmt reglugerð um lágmarksréttindi farþega skulu farþegar fá greiddar skaðabætur sem nema 250 evrum fyrir flugferðir sem eru fimmtán hundruð kílómetrar eða styttri.


Tengdar fréttir

Ali­cante-farar fá engar bætur eftir að Play flaug með leigu­flug­vél í stað Air­bus

Fjórir viðskiptavinir Play fá engar skaðabætur úr hendi flugfélagsins eftir að það neyddist til að notast við leiguflugvél í áætlunarflugi til Alicante á Spáni í júní síðastliðnum. Hópurinn kvartaði þar sem hann taldi að um niðurfærslu í flugi væri að ræða og að þau hafi borgað fyrir að fljúga með Airbus-vél flugfélagsins.

Skammaðist sín fyrir að vera Ís­lendingur

Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×