Þolinmæði kvenna á þrotum - Blásum í jafnréttislúðra Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 18. október 2023 16:30 ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kvennaverkfall Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar