Þolinmæði kvenna á þrotum - Blásum í jafnréttislúðra Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 18. október 2023 16:30 ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kvennaverkfall Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun