Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varanlegan skaða Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 15:10 Atvikið átti sér staði á skólalóð Breiðagerðisskóla. Vísir/Vilhelm Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Þetta segir í tölvupósti sem Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, sendi á foreldra barna í skólanum síðdegis. Þar segir að atvikið, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafi átt sér stað á skólalóðinni og snerti meðal annars annars nemendur í skólanum. Þar segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur hafi ætandi efni verið kastað í andlit stúlku og hún hlotið brunasár af. Stúlkan hafi verið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt hafi verið að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. „Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða en rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar, þeirra sem hún leitaði til í kjölfar atviksins og sú aðhlynning sem hún fékk á bráðadeild hafa án efa dregið úr skaðanum og vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða.“ Treysta því að foreldrar verði nærgætnir Þá segir að þegar svona alvarleg atvik gerast sé eðlilegt að mikil umræða fylgi í kjölfarið og foreldrar fari jafnvel að hafa áhyggjur af öryggi eigin barna. „Svona mál eru mjög flókin og viðkvæm. Sértaklega þegar um börn er að ræða.“ Umrætt mál sé núna í höndum viðeigandi fagaðila og skólinn treysti því að hlutaðeigandi fái þá hjálp sem þeir þurfa. Skólinn treysti því einnig að foreldrar séu varkárir og nærgætnir í umræðum um málið og hafi hugfast að hér er um börn að ræða. „Eins og kom fram í fréttaflutningi af málinu voru gerendur að herma eftir einhverju sem þeir sáu á netinu. Í ljósi þess viljum við benda foreldrum á mikilvægi þess að vera vakandi yfir netnotkun barna sinna og veita þeim nauðsynlegt aðhald.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þetta segir í tölvupósti sem Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, sendi á foreldra barna í skólanum síðdegis. Þar segir að atvikið, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafi átt sér stað á skólalóðinni og snerti meðal annars annars nemendur í skólanum. Þar segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur hafi ætandi efni verið kastað í andlit stúlku og hún hlotið brunasár af. Stúlkan hafi verið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt hafi verið að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. „Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða en rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar, þeirra sem hún leitaði til í kjölfar atviksins og sú aðhlynning sem hún fékk á bráðadeild hafa án efa dregið úr skaðanum og vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða.“ Treysta því að foreldrar verði nærgætnir Þá segir að þegar svona alvarleg atvik gerast sé eðlilegt að mikil umræða fylgi í kjölfarið og foreldrar fari jafnvel að hafa áhyggjur af öryggi eigin barna. „Svona mál eru mjög flókin og viðkvæm. Sértaklega þegar um börn er að ræða.“ Umrætt mál sé núna í höndum viðeigandi fagaðila og skólinn treysti því að hlutaðeigandi fái þá hjálp sem þeir þurfa. Skólinn treysti því einnig að foreldrar séu varkárir og nærgætnir í umræðum um málið og hafi hugfast að hér er um börn að ræða. „Eins og kom fram í fréttaflutningi af málinu voru gerendur að herma eftir einhverju sem þeir sáu á netinu. Í ljósi þess viljum við benda foreldrum á mikilvægi þess að vera vakandi yfir netnotkun barna sinna og veita þeim nauðsynlegt aðhald.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira