Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varanlegan skaða Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 15:10 Atvikið átti sér staði á skólalóð Breiðagerðisskóla. Vísir/Vilhelm Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Þetta segir í tölvupósti sem Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, sendi á foreldra barna í skólanum síðdegis. Þar segir að atvikið, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafi átt sér stað á skólalóðinni og snerti meðal annars annars nemendur í skólanum. Þar segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur hafi ætandi efni verið kastað í andlit stúlku og hún hlotið brunasár af. Stúlkan hafi verið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt hafi verið að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. „Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða en rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar, þeirra sem hún leitaði til í kjölfar atviksins og sú aðhlynning sem hún fékk á bráðadeild hafa án efa dregið úr skaðanum og vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða.“ Treysta því að foreldrar verði nærgætnir Þá segir að þegar svona alvarleg atvik gerast sé eðlilegt að mikil umræða fylgi í kjölfarið og foreldrar fari jafnvel að hafa áhyggjur af öryggi eigin barna. „Svona mál eru mjög flókin og viðkvæm. Sértaklega þegar um börn er að ræða.“ Umrætt mál sé núna í höndum viðeigandi fagaðila og skólinn treysti því að hlutaðeigandi fái þá hjálp sem þeir þurfa. Skólinn treysti því einnig að foreldrar séu varkárir og nærgætnir í umræðum um málið og hafi hugfast að hér er um börn að ræða. „Eins og kom fram í fréttaflutningi af málinu voru gerendur að herma eftir einhverju sem þeir sáu á netinu. Í ljósi þess viljum við benda foreldrum á mikilvægi þess að vera vakandi yfir netnotkun barna sinna og veita þeim nauðsynlegt aðhald.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Þetta segir í tölvupósti sem Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, sendi á foreldra barna í skólanum síðdegis. Þar segir að atvikið, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafi átt sér stað á skólalóðinni og snerti meðal annars annars nemendur í skólanum. Þar segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur hafi ætandi efni verið kastað í andlit stúlku og hún hlotið brunasár af. Stúlkan hafi verið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt hafi verið að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. „Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða en rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar, þeirra sem hún leitaði til í kjölfar atviksins og sú aðhlynning sem hún fékk á bráðadeild hafa án efa dregið úr skaðanum og vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða.“ Treysta því að foreldrar verði nærgætnir Þá segir að þegar svona alvarleg atvik gerast sé eðlilegt að mikil umræða fylgi í kjölfarið og foreldrar fari jafnvel að hafa áhyggjur af öryggi eigin barna. „Svona mál eru mjög flókin og viðkvæm. Sértaklega þegar um börn er að ræða.“ Umrætt mál sé núna í höndum viðeigandi fagaðila og skólinn treysti því að hlutaðeigandi fái þá hjálp sem þeir þurfa. Skólinn treysti því einnig að foreldrar séu varkárir og nærgætnir í umræðum um málið og hafi hugfast að hér er um börn að ræða. „Eins og kom fram í fréttaflutningi af málinu voru gerendur að herma eftir einhverju sem þeir sáu á netinu. Í ljósi þess viljum við benda foreldrum á mikilvægi þess að vera vakandi yfir netnotkun barna sinna og veita þeim nauðsynlegt aðhald.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira