Barði mann í hausinn með bjórglasi og þarf að borga honum milljón Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 11:10 Árásin átti sér stað á Hvíta húsinu á Selfossi. Facebook/Hvítahúsið skemmtistaður Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið með glerglasi á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi í apríl í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp fyrir viku síðan en birtur í gær, segir að sá sem fyrir glasinu varð hafi hlotið nokkra skurði í andliti. Hann hafi gert kröfu um miskabætur að fjárhæð 800 þúsund króna, skaðabætur vegna beins vinnutaps upp á 450 þúsund krónur og málskostnað. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum. Því var farið með málið eins og það væri sannað. Þá taldi dómurinn að háttsemi hans væri rétt heimfærð til refsiákvæða. Maðurinn var því dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og bundin skilorði til tveggja ára. Þá taldi dómurinn að miskabætur væru hæfilega metnar 700 þúsund og að krafa brotaþola um bætur vegna vinnutaps væri studd nægilegum gögnum og því var fallist á hana. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða fórnalambinu 150 þúsund krónur í málskostnað. Því kostar höggið með glasinu manninn alls 1,3 milljónir króna. Dómsmál Næturlíf Árborg Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp fyrir viku síðan en birtur í gær, segir að sá sem fyrir glasinu varð hafi hlotið nokkra skurði í andliti. Hann hafi gert kröfu um miskabætur að fjárhæð 800 þúsund króna, skaðabætur vegna beins vinnutaps upp á 450 þúsund krónur og málskostnað. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum. Því var farið með málið eins og það væri sannað. Þá taldi dómurinn að háttsemi hans væri rétt heimfærð til refsiákvæða. Maðurinn var því dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og bundin skilorði til tveggja ára. Þá taldi dómurinn að miskabætur væru hæfilega metnar 700 þúsund og að krafa brotaþola um bætur vegna vinnutaps væri studd nægilegum gögnum og því var fallist á hana. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða fórnalambinu 150 þúsund krónur í málskostnað. Því kostar höggið með glasinu manninn alls 1,3 milljónir króna.
Dómsmál Næturlíf Árborg Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira