Hættið stríðinu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 18. október 2023 08:31 Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar