Fótbolti

Frakkar léku sér að Skotum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kylian Mbappé skoraði og lagði upp í kvöld.
Kylian Mbappé skoraði og lagði upp í kvöld. Mike Hewitt/Getty Images

Franska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-1 sigur gegn því skoska er liðin mættust í vináttulandsleik í kvöld.

Það voru þó Skotar sem náðu forystunni strax á 11. mínútu þegar Billy Gilmour kom boltanum í netið, en Benjamin Pavard jafnaði metin fyrir Frakka fimm mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Antoine Griezmann.

Pavard var svo aftur á ferðinni á 25. mínútu, í þetta sinn eftir stoðsendingu frá Kylian Mbappé, áður en Mbappé bætti sjálfur við þriðja marki Frakka á 41. mínútu úr vítaspyrnu.

Varamaðurinn Kingsley Comann gulltryggði svo 4-1 sigur Frakka með marki á 70. mínútu og þar við sat. 

Franska liðið gengur því frá þessum landsleikjaglugga með tvo sigra í farteskinu, en liðið vann 2-1 útisigur gegn Hollendingum síðastliðinn föstudag. Skotar hafa hins vegar tapað báðum leikjum gluggans eftir 2-0 tap gegn Spánverjum á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×