„Tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2023 07:31 Halldór Árnason er tekinn við sem þjálfari Breiðabliks. vísir/vilhelm Halldór Árnason segir að það leggist vel í hann að taka við Blikunum og fá tækifæri á stóra sviðinu. Hann segir að verkefnið sé bæði stórt og spennandi. Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“ Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“
Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira