Gefum skuldabréfum gaum Vignir Þór Sverrisson skrifar 17. október 2023 11:00 Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir. Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir hratt þar sem óvissa um efnahagsmál var mikil. Nú fara vextir hækkandi í öllum heimshlutum. En hvað segir skuldabréfamarkaðurinn okkur? Stutta svarið er að verið sé að reyna að hemja verðbólgu og kæla hagkerfin. Seðlabanki Íslands er ekki í öfundsverðu hlutverki. Hagvöxtur mældist ríflega 7% í fyrra, íbúum fjölgar sífellt hraðar, fasteignaverð fer hækkandi, atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt frá því í faraldrinum og kjarasamningar losna hver á fætur öðrum í byrjun næsta árs. Draga hefur þurft úr umsvifum í hagkerfinu og vextir því hækkað, minna súrefni skammtað. Þegar vextir eru komnir eins hátt og í dag þá er lítill sem enginn hvati fyrir fólk að auka við skuldsetningu. Í staðinn er skynsamlegt að staldra við og spyrja sig hvernig hægt er að nýta sér stöðuna. Í gegnum tíðina hafa skuldabréf ekki verið eins spennandi fjárfestingakostur og hlutabréf. Það mætir víst enginn í veislur að til að ræða um ávöxtunarkröfu skuldabréfa en ófáir hafa viljað ræða einstök hlutabréf. Hærri vextir hafa ýtt undir áhuga almennings á sparnaði. Sjá má aukningu í innlánum einstaklinga í bönkum landsins, sem er eðlilegt þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Aðgengi almennings að skuldabréfamarkaðnum er helst í gegnum verðbréfasjóði, en í raun hefur aldrei verið auðveldara að tryggja sér góða langtímavexti í gegnum þá sjóði. Í dag eru kjör á skuldabréfamarkaði sem ekki hafa sést í 15 ár. Hægt er að tryggja sér allt að 10% vexti á skuldabréfum og raunvexti allt að 4%. Tólf mánaða verðbólga er enn há en við þurfum að horfa fram á við. Undanfarna þrjá mánuði hafa sést merki um að verðbólga sé tekin að lækka. Þegar vextir eru eins háir og í dag þá er tækifæri til að tryggja sér þetta háa vaxtastig til lengri tíma í gegnum skuldabréfasjóði. Hver veit nema að í komandi haustveislum vilji fleiri ræða um ágæti skuldabréfa. Höfundur er fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir. Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir hratt þar sem óvissa um efnahagsmál var mikil. Nú fara vextir hækkandi í öllum heimshlutum. En hvað segir skuldabréfamarkaðurinn okkur? Stutta svarið er að verið sé að reyna að hemja verðbólgu og kæla hagkerfin. Seðlabanki Íslands er ekki í öfundsverðu hlutverki. Hagvöxtur mældist ríflega 7% í fyrra, íbúum fjölgar sífellt hraðar, fasteignaverð fer hækkandi, atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt frá því í faraldrinum og kjarasamningar losna hver á fætur öðrum í byrjun næsta árs. Draga hefur þurft úr umsvifum í hagkerfinu og vextir því hækkað, minna súrefni skammtað. Þegar vextir eru komnir eins hátt og í dag þá er lítill sem enginn hvati fyrir fólk að auka við skuldsetningu. Í staðinn er skynsamlegt að staldra við og spyrja sig hvernig hægt er að nýta sér stöðuna. Í gegnum tíðina hafa skuldabréf ekki verið eins spennandi fjárfestingakostur og hlutabréf. Það mætir víst enginn í veislur að til að ræða um ávöxtunarkröfu skuldabréfa en ófáir hafa viljað ræða einstök hlutabréf. Hærri vextir hafa ýtt undir áhuga almennings á sparnaði. Sjá má aukningu í innlánum einstaklinga í bönkum landsins, sem er eðlilegt þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Aðgengi almennings að skuldabréfamarkaðnum er helst í gegnum verðbréfasjóði, en í raun hefur aldrei verið auðveldara að tryggja sér góða langtímavexti í gegnum þá sjóði. Í dag eru kjör á skuldabréfamarkaði sem ekki hafa sést í 15 ár. Hægt er að tryggja sér allt að 10% vexti á skuldabréfum og raunvexti allt að 4%. Tólf mánaða verðbólga er enn há en við þurfum að horfa fram á við. Undanfarna þrjá mánuði hafa sést merki um að verðbólga sé tekin að lækka. Þegar vextir eru eins háir og í dag þá er tækifæri til að tryggja sér þetta háa vaxtastig til lengri tíma í gegnum skuldabréfasjóði. Hver veit nema að í komandi haustveislum vilji fleiri ræða um ágæti skuldabréfa. Höfundur er fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun