Kýldi mann og lét sig hverfa Árni Sæberg skrifar 17. október 2023 12:16 Maðurinn braut af sér á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur til hálfs árs skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og brot gegn valdstjórninni. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp þann 9. október en birtur í dag. Vildi kebab en fékk hnefasamloku Maðurinn var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudags í lok apríl árið 2022 framið líkamsárás fyrir framan veitingastaðinn Kurdo kebab í Skipagötunni með því að hafa slegið mann einu hnefahöggi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut tvo skurði í andlit, annan milli augabrúnanna og hinn ofarlega á nefi. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og bar fyrir minnisleysi en tók fram að á þessum tíma hefði hann vanið komur sínar í miðbæ Akureyrar að kvöldlagi. „Í því viðfangi hafði ákærði á orði að ef hann hefði verið í miðbænum í greint sinn hefði hann að líkindum munað eftir því þrátt fyrir að hann hefði verið í slæmu ástandi vegna eigin fíkniefnaneyslu,“ segir í dóminum. Sá sem fyrir árásinni varð lýsti atvikum þannig að hann hefði verið í fylgd vinnufélaga sinna á bar í Hafnarstræti áður en þeir lögðu leið sína að Kurdo kebab í Skipagötunni. Hann hefði verið ölvaður þegar þetta gerðist og bar að af þeim sökum myndi hann mjög takmarkað um atvik máls, að öðru leyti en því að hann hefði að líkindum brotið glas fyrir utan veitingastaðinn. „Og þá fékk ég bara einn í andlitið. Það er það eina sem ég man,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Vitni lýstu atvikum með svipuðum hætti fyrir dómi. Þau hafi staðið í hring fyrir utan veitingastaðinn ásamt brotaþola þegar hann var skyndilega kýldur í andlitið af manni sem hafi svo gengið frá vettvagni. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að með vísan til framburðar vitna, brotaþola og áverkavottorðs væri að áliti dómsins ekki varhugavert að telja nægjanlega sannað að maðurinn hefði slegið brotaþola einu höggi. Streittist á móti handtöku Maðurinn var einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni, sem var við skyldustörf, og sparkað í fót hans með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn féll á jörðina og lenti á bakinu. Í ákæru segir að lögregla hafi haft afskipti af manninum í Sandgerðisbótinni í byrjun október í fyrra. Lögreglu hafi borist tilkynning um að þrír menn hefðu verið með mikinn atgang við tiltekið heimili í Sandgerðisbótinni á Óseyri, og þá þannig að aðhlaupsmenn hefðu meðal annars sparkað í glugga og hurðir, en einnig hafi verið upplýsingar um að þeir hefðu haft á vettvangi kjötexi. Maðurinn hafi verið handtekinn eftir að bifreið með fjórum farþegum um borð var stöðvuð. Hann hafi verið mjög æstur. „Rétt áður en [maðurinn] felldi hann niður sagði [hann]; „Ef þú tekur mig niður þá verður þetta fokking miklu fokking verra fyrir þig“og „ekki vera að reyna að fella mig annars felli ég fokking þig.“,“ segir í skýrslu lögreglumanns. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður lögreglumanna bendi til þess að maðurinn hafi verið að brjótast um eftir að hann hafði verið tekinn lögreglutökum og þá ekki síst þegar staðið hafi til að setja hann í handjárn. Þannig væri ekki sannað að maðurinn hafi veist að lögreglumanni með ofbeldi í skilningi laganna. Sakfelldur fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni í klefa Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti og sparkað í læri hans, daginn eftir atvikið sem rakið er hér að framan. Í ákæru segir að rökstuddur grunur hafi verið uppi um að maðurinn væri með fíkniefni innanklæða í fangaklefanum og því hafi lögreglumenn farið inn í klefann og leitað á manninum. Maðurinn hafi þá sparkað í lögreglumann. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til framburðar lögreglumanna og upptaka úr öryggismyndavélum væri sannað að maðurinn hefði sparkað leiftursnöggt til lögreglumanns. Þrátt fyrir að engin skaði hafi hlotist af væri um fullframið brot að ræða og maðurinn því sakfelldur. Fyrir framangreind ofbeldisbrot og akstur undir áhrifum fíkniefna í tvö skipti var maðurinn dæmdur til hálfs árs skilorðsbundins fangelsis en fullnustu refsingar frestað. Þá var hann sviptur ökuréttindum til þriggja ára, dæmdur til greiðslu 900 þúsund króna sektar og um 1,3 milljóna í málskostnað. Akureyri Dómsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp þann 9. október en birtur í dag. Vildi kebab en fékk hnefasamloku Maðurinn var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudags í lok apríl árið 2022 framið líkamsárás fyrir framan veitingastaðinn Kurdo kebab í Skipagötunni með því að hafa slegið mann einu hnefahöggi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut tvo skurði í andlit, annan milli augabrúnanna og hinn ofarlega á nefi. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og bar fyrir minnisleysi en tók fram að á þessum tíma hefði hann vanið komur sínar í miðbæ Akureyrar að kvöldlagi. „Í því viðfangi hafði ákærði á orði að ef hann hefði verið í miðbænum í greint sinn hefði hann að líkindum munað eftir því þrátt fyrir að hann hefði verið í slæmu ástandi vegna eigin fíkniefnaneyslu,“ segir í dóminum. Sá sem fyrir árásinni varð lýsti atvikum þannig að hann hefði verið í fylgd vinnufélaga sinna á bar í Hafnarstræti áður en þeir lögðu leið sína að Kurdo kebab í Skipagötunni. Hann hefði verið ölvaður þegar þetta gerðist og bar að af þeim sökum myndi hann mjög takmarkað um atvik máls, að öðru leyti en því að hann hefði að líkindum brotið glas fyrir utan veitingastaðinn. „Og þá fékk ég bara einn í andlitið. Það er það eina sem ég man,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Vitni lýstu atvikum með svipuðum hætti fyrir dómi. Þau hafi staðið í hring fyrir utan veitingastaðinn ásamt brotaþola þegar hann var skyndilega kýldur í andlitið af manni sem hafi svo gengið frá vettvagni. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að með vísan til framburðar vitna, brotaþola og áverkavottorðs væri að áliti dómsins ekki varhugavert að telja nægjanlega sannað að maðurinn hefði slegið brotaþola einu höggi. Streittist á móti handtöku Maðurinn var einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni, sem var við skyldustörf, og sparkað í fót hans með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn féll á jörðina og lenti á bakinu. Í ákæru segir að lögregla hafi haft afskipti af manninum í Sandgerðisbótinni í byrjun október í fyrra. Lögreglu hafi borist tilkynning um að þrír menn hefðu verið með mikinn atgang við tiltekið heimili í Sandgerðisbótinni á Óseyri, og þá þannig að aðhlaupsmenn hefðu meðal annars sparkað í glugga og hurðir, en einnig hafi verið upplýsingar um að þeir hefðu haft á vettvangi kjötexi. Maðurinn hafi verið handtekinn eftir að bifreið með fjórum farþegum um borð var stöðvuð. Hann hafi verið mjög æstur. „Rétt áður en [maðurinn] felldi hann niður sagði [hann]; „Ef þú tekur mig niður þá verður þetta fokking miklu fokking verra fyrir þig“og „ekki vera að reyna að fella mig annars felli ég fokking þig.“,“ segir í skýrslu lögreglumanns. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður lögreglumanna bendi til þess að maðurinn hafi verið að brjótast um eftir að hann hafði verið tekinn lögreglutökum og þá ekki síst þegar staðið hafi til að setja hann í handjárn. Þannig væri ekki sannað að maðurinn hafi veist að lögreglumanni með ofbeldi í skilningi laganna. Sakfelldur fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni í klefa Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti og sparkað í læri hans, daginn eftir atvikið sem rakið er hér að framan. Í ákæru segir að rökstuddur grunur hafi verið uppi um að maðurinn væri með fíkniefni innanklæða í fangaklefanum og því hafi lögreglumenn farið inn í klefann og leitað á manninum. Maðurinn hafi þá sparkað í lögreglumann. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til framburðar lögreglumanna og upptaka úr öryggismyndavélum væri sannað að maðurinn hefði sparkað leiftursnöggt til lögreglumanns. Þrátt fyrir að engin skaði hafi hlotist af væri um fullframið brot að ræða og maðurinn því sakfelldur. Fyrir framangreind ofbeldisbrot og akstur undir áhrifum fíkniefna í tvö skipti var maðurinn dæmdur til hálfs árs skilorðsbundins fangelsis en fullnustu refsingar frestað. Þá var hann sviptur ökuréttindum til þriggja ára, dæmdur til greiðslu 900 þúsund króna sektar og um 1,3 milljóna í málskostnað.
Akureyri Dómsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira