Lífið

Auður fann ástina erlendis

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson fann ástina í faðmi Cassöndru. 
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson fann ástina í faðmi Cassöndru.  Auðunn Lúthersson

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 

Auðunn vill lítið tjá sig um draumadísina. Hann birti þó kynþokkafulla mynd af henni á heimili sínu í Los Angeles á dögunum. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu heitir kærastan Cassandra. Hún er ekki virk á samfélagsmiðlum. 

LA-draumur

Auðunn lét gamlan draum rætast í byrjun árs þegar hann flutti til Los Angeles. 

„Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ sagði Auðunn á dögunum í samtali við Vísi. Hann starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi.

Nýlega gaf hann út plötuna Útvarp úlala. Platan inniheldur fimm lög úr ólíkum áttum sem Auðunn samdi og tók upp.

Hann segir Los Angeles höfuðborg hugverkanna þar sem fyrirmyndir hans í tónlist starfa. Auðunn keypti sér farmiða aðra leið út fyrir heimsfaraldur. Hann er með bandarískan ríkisborgararétt og getur því dvalið vestanhafs eins og hann lystir.


Tengdar fréttir

Talar minna eftir að gamall draumur rættist

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúhersson, betur þekktur undirlistamannanafninu Auður, segir gamlan draum hafa ræst þegar hann flutti til Los Angeles nýlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×