Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 18. október 2023 08:00 Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? Á suman hátt allt of flókið. Ein birtingarmynd þessa flækjustigs er orðanotkunin í úrgangsþríhyrningnum svokallaða. Hann segir í einföldu máli fyrir um hvernig eigi að forgangsraða því hvernig rusl er meðhöndlað. Úrgangsþríhyrningurinn Fyrsta þrepið í úrgangsþríhyrningnum eru úrgangsforvarnir – eða það að sleppa því að skapa rusl – yfirleitt með því að draga úr innkaupum. SORPA er mikill aðdáandi úrgangsforvarna. Nú verður þetta flókið því öll næstu þrep úrgangsþríhyrningsins byrja á endur-eitthvað. Endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting. Þessi þrjú hugtök hafa ólíka merkingu. Byrjum á endurnotkun. Endurnot Endurnotkun er sem dæmi þegar Sigríður hættir að nota skóna sína og gefur Guðríði þá og Guðríður notar þá í staðinn fyrir að kaupa nýja skó, eða þegar þú kaupir þér stól í Góða hirðinum. Þarna haldast hlutir í hringrásinni og þjóna áfram þeim tilgangi sem þeim var í upphafi ætlað. Um 3% – um 7 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi fara í endurnot. Endurvinnsla Hugtakið endurvinnsla hefur til þessa verið samheiti fyrir allskonar sem er gert við rusl, annað en að urða það. Það er ekki gott, því endurvinnsla hefur ákveðna merkingu: Ef hlutur er þess eðlis að ekki er hægt eða ákjósanlegt að nota hann áfram í þeim tilgangi sem hann var framleiddur er stundum hægt að endurvinna hann. Áldósir undan drykkjum eru gott dæmi um þetta. Áldós sem er komið í endurvinnslu er brædd og álið úr henni notað aftur í einhverja aðra álvöru. Kannski bílhurð. Kannski nýja áldós. Forsenda þess að SORPA geti komið hlutum í endurvinnslu er að þeir séu rétt flokkaðir við heimili. Við sjáum síðan um að koma þeim í réttan farveg þar sem þau eru unnin áfram í samræmi við þær kröfur sem við gerum til okkar samstarfsaðila. Um 29% – um 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi eru send í endurvinnslu. Það þýðir þó ekki endilega að allt sem er sent til endurvinnslu sé endurunnið. Ástæða þess er yfirleitt eðli þess efnis sem um ræðir, en við förum nánar í það síðar. Endurnýting Endurnýting á sér stað þegar ekki er hægt eða ákjósanlegt að endurnota eða endurvinna hlut. Gott dæmi um þetta er þegar blandað rusl, til dæmis bleyja eða ryksugupoki, er brennt til að framleiða orku. Að brenna það rusl sem er ekki hægt að endurnota eða endurvinna – annað hvort vegna þess að það var ekki framleitt með endurnotkun eða endurvinnslu í huga, eða þá að það endaði í rangri tunnu þrátt fyrir að vera endurvinnanlegt – telst vera endurnýting ef þú framleiðir orku úr því. Um 39% – 93 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma til SORPU á hverjum degi fara í endurnýtingu. Förgun Förgun á rusli felur í sér að því er komið fyrir kattarnef á gamla mátann og ekkert gert til að reyna að vinna úr því verðmæti. Dæmi um þetta er gamli urðunarhaugurinn í Gufunesi þar sem allskonar óþverri var losaður og bara mokað yfir eða þegar rusl er brennt á víðavangi án þess að vinna úr því orku. Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er þó skömminni skárri, þar sem úr honum er sótt metangas, en árangur af slíkri söfnun verður aldrei í líkingu við það að meðhöndla lífrænt efni eins og í GAJU. Förgun er því það versta sem þú getur gert við rusl. Um 29% – 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi er fargað. Þetta á hins vegar eftir að breytast verulega á næstu vikum og mánuðum þegar SORPA byrjar að flytja ruslið sem fer í tunnuna fyrir óflokkanlegt til brennslu. Þá hættum við að urða tugi þúsunda tonna af rusli á ári hverju og komum því í endurnýtingu, sem er skárri farvegur. Nú þegar þessi hugtök eru komin á hreint getum við hent okkur á bólakaf í efnisflokkana. Í næstu viku verður fjallað um ruslflokk sem hefur verið mikið í deiglunni undanfarna mánuði: matarleifar. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? Á suman hátt allt of flókið. Ein birtingarmynd þessa flækjustigs er orðanotkunin í úrgangsþríhyrningnum svokallaða. Hann segir í einföldu máli fyrir um hvernig eigi að forgangsraða því hvernig rusl er meðhöndlað. Úrgangsþríhyrningurinn Fyrsta þrepið í úrgangsþríhyrningnum eru úrgangsforvarnir – eða það að sleppa því að skapa rusl – yfirleitt með því að draga úr innkaupum. SORPA er mikill aðdáandi úrgangsforvarna. Nú verður þetta flókið því öll næstu þrep úrgangsþríhyrningsins byrja á endur-eitthvað. Endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting. Þessi þrjú hugtök hafa ólíka merkingu. Byrjum á endurnotkun. Endurnot Endurnotkun er sem dæmi þegar Sigríður hættir að nota skóna sína og gefur Guðríði þá og Guðríður notar þá í staðinn fyrir að kaupa nýja skó, eða þegar þú kaupir þér stól í Góða hirðinum. Þarna haldast hlutir í hringrásinni og þjóna áfram þeim tilgangi sem þeim var í upphafi ætlað. Um 3% – um 7 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi fara í endurnot. Endurvinnsla Hugtakið endurvinnsla hefur til þessa verið samheiti fyrir allskonar sem er gert við rusl, annað en að urða það. Það er ekki gott, því endurvinnsla hefur ákveðna merkingu: Ef hlutur er þess eðlis að ekki er hægt eða ákjósanlegt að nota hann áfram í þeim tilgangi sem hann var framleiddur er stundum hægt að endurvinna hann. Áldósir undan drykkjum eru gott dæmi um þetta. Áldós sem er komið í endurvinnslu er brædd og álið úr henni notað aftur í einhverja aðra álvöru. Kannski bílhurð. Kannski nýja áldós. Forsenda þess að SORPA geti komið hlutum í endurvinnslu er að þeir séu rétt flokkaðir við heimili. Við sjáum síðan um að koma þeim í réttan farveg þar sem þau eru unnin áfram í samræmi við þær kröfur sem við gerum til okkar samstarfsaðila. Um 29% – um 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi eru send í endurvinnslu. Það þýðir þó ekki endilega að allt sem er sent til endurvinnslu sé endurunnið. Ástæða þess er yfirleitt eðli þess efnis sem um ræðir, en við förum nánar í það síðar. Endurnýting Endurnýting á sér stað þegar ekki er hægt eða ákjósanlegt að endurnota eða endurvinna hlut. Gott dæmi um þetta er þegar blandað rusl, til dæmis bleyja eða ryksugupoki, er brennt til að framleiða orku. Að brenna það rusl sem er ekki hægt að endurnota eða endurvinna – annað hvort vegna þess að það var ekki framleitt með endurnotkun eða endurvinnslu í huga, eða þá að það endaði í rangri tunnu þrátt fyrir að vera endurvinnanlegt – telst vera endurnýting ef þú framleiðir orku úr því. Um 39% – 93 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma til SORPU á hverjum degi fara í endurnýtingu. Förgun Förgun á rusli felur í sér að því er komið fyrir kattarnef á gamla mátann og ekkert gert til að reyna að vinna úr því verðmæti. Dæmi um þetta er gamli urðunarhaugurinn í Gufunesi þar sem allskonar óþverri var losaður og bara mokað yfir eða þegar rusl er brennt á víðavangi án þess að vinna úr því orku. Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er þó skömminni skárri, þar sem úr honum er sótt metangas, en árangur af slíkri söfnun verður aldrei í líkingu við það að meðhöndla lífrænt efni eins og í GAJU. Förgun er því það versta sem þú getur gert við rusl. Um 29% – 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi er fargað. Þetta á hins vegar eftir að breytast verulega á næstu vikum og mánuðum þegar SORPA byrjar að flytja ruslið sem fer í tunnuna fyrir óflokkanlegt til brennslu. Þá hættum við að urða tugi þúsunda tonna af rusli á ári hverju og komum því í endurnýtingu, sem er skárri farvegur. Nú þegar þessi hugtök eru komin á hreint getum við hent okkur á bólakaf í efnisflokkana. Í næstu viku verður fjallað um ruslflokk sem hefur verið mikið í deiglunni undanfarna mánuði: matarleifar. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar