Teflon að eilífu Indriði Ingi Stefánsson skrifar 17. október 2023 08:00 Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun