Leggur til 1400 prósenta hærri niðurgreiðslu vegna tæknifrjóvgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2023 15:03 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum. Núverandi niðurgreiðsla Sjúkratrygginga vegna tæknifrjógvunarmeðferðar er 5%. Með frumvarpinu leggur Hildur til að niðurgreiðslan verði hækkuð upp í 75% sem er fimmtán földun eða sem nemur 1400 prósentum. Þá leggur hún til að niðurgreiðsla við aðra til fjórðu tæknifrjóvgun fari úr 65% í 90%. Kostnaður fólks sem fer í fjórar tæknifrjóvganameðferðir lækkar samkvæmt því úr 1.400.000 krónum í 324.500 krónur. Auk þess leggur frumvarpið til að tæknifrjógvanameðferðir vegna fyrirsjáanlegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferða á borð við geislameðferð og lyfjameðferð verði gerðar með öllu gjaldfrjálsar. Til að fjármagna aukinn kostnað vegna tæknifrjógvana leggur Hildur til að niðurgreiðsla vegna valkvæðra ófrjósemisaðgerða verði felld niður. Hún segir það sjálfsagðan rétt fólk að fara í slíkar aðgerðir en að nauðsynlegt sé að forgangsraða fjármunum ríkisins betur. „Það er og verður sjálfsagður réttur fólks að fara í slíkar ófrjósemisaðgerðir, en í stað þess að ríkið standi straum af þeim kostnaði verður fjármununum forgangsraðað betur í því skyni að létta fjárhagslega undir með fólki sem vill reyna að verða foreldrar. Tillaga mín um tilfærslur á niðurgreiðslukerfinu veldur því að í þessu frum¬varpi felst eng¬in út¬gjald¬a¬aukn¬ing. Það skiptir sérlega miklu máli á verðbólgutímum. Ég tel það vera algjört lykilatriði að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgana upplifi að umgjörð laga og reglna um tæknifrjóvgun séu gerðar þeim til aðstoðar,“ segir Hildur og bætir við: „Þetta er sanngirnismál, að við hjálpum fólki sem er í þeirri stöðu að geta ekki eignast börn eða á í erfiðleikum með það, og ég veit að þessar breytingar munu skipta fjölda fólks heilmiklu máli.“ Alþingi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10 Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Núverandi niðurgreiðsla Sjúkratrygginga vegna tæknifrjógvunarmeðferðar er 5%. Með frumvarpinu leggur Hildur til að niðurgreiðslan verði hækkuð upp í 75% sem er fimmtán földun eða sem nemur 1400 prósentum. Þá leggur hún til að niðurgreiðsla við aðra til fjórðu tæknifrjóvgun fari úr 65% í 90%. Kostnaður fólks sem fer í fjórar tæknifrjóvganameðferðir lækkar samkvæmt því úr 1.400.000 krónum í 324.500 krónur. Auk þess leggur frumvarpið til að tæknifrjógvanameðferðir vegna fyrirsjáanlegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferða á borð við geislameðferð og lyfjameðferð verði gerðar með öllu gjaldfrjálsar. Til að fjármagna aukinn kostnað vegna tæknifrjógvana leggur Hildur til að niðurgreiðsla vegna valkvæðra ófrjósemisaðgerða verði felld niður. Hún segir það sjálfsagðan rétt fólk að fara í slíkar aðgerðir en að nauðsynlegt sé að forgangsraða fjármunum ríkisins betur. „Það er og verður sjálfsagður réttur fólks að fara í slíkar ófrjósemisaðgerðir, en í stað þess að ríkið standi straum af þeim kostnaði verður fjármununum forgangsraðað betur í því skyni að létta fjárhagslega undir með fólki sem vill reyna að verða foreldrar. Tillaga mín um tilfærslur á niðurgreiðslukerfinu veldur því að í þessu frum¬varpi felst eng¬in út¬gjald¬a¬aukn¬ing. Það skiptir sérlega miklu máli á verðbólgutímum. Ég tel það vera algjört lykilatriði að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgana upplifi að umgjörð laga og reglna um tæknifrjóvgun séu gerðar þeim til aðstoðar,“ segir Hildur og bætir við: „Þetta er sanngirnismál, að við hjálpum fólki sem er í þeirri stöðu að geta ekki eignast börn eða á í erfiðleikum með það, og ég veit að þessar breytingar munu skipta fjölda fólks heilmiklu máli.“
Alþingi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10 Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10
Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04