Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2023 14:50 Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Linda Dröfn Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra sem skipuleggja heils dags kvennaverkfall sem fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Vísir/Dúi Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. Eftir rúma viku verður kvennaverkfall sem varir í heilan dag. Konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf og halda að Arnarhóli á útifund en samstöðufundir verða einnig haldnir um land allt. „Við erum að horfa til fyrirmyndarinnar sem var sett 1975 og byggjum á að þetta sé sögulegur baráttudagur. Það hefur ekki verið heils dags verkfall síðan þá og á þeim tíma óttuðust margar konur að launin yrðu dregin af þeim en þegar uppi var staðið þá gerðu fæstir atvinnurekendur það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, ein þeirra sem stendur að skipulagningu verkfallsins. Nú þegar nær dregur verkfalli hefur borið á alls konar vangaveltum um fyrirkomulagið. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur af hugsanlegri launaskerðingu en það spyr líka hvar börnin eiga að vera þann 24. „Þá erum við að hvetja feður, afa, frænda og bræður til að axla ábyrgð og ganga í þessi ólaunuðu og launuðu störf kvenna og kvára. Það felst auðvitað bæði í umönnun barna en líka heimilishaldi og öllu þessu skipulagi sem fellur undir þriðju vaktina,“ segir Sonja sem beindi síðan tali sínu að atvinnurekendum. Sonja segir mikilvægt að atvinnurekendur rísi undir ábyrgð sinni en bæði ríki og borg hafa ákveðið að ekki komi til launaskerðingar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf en að verkfallið muni hafa gríðarleg áhrif á sviðið því um 80% starfsfólks þess eru kvenmenn. Sonja segir skilaboð á borð við þessi vera mikilvægt innlegg. „Við vitum að staða fólks er mjög mismunandi og það skiptir máli að fólk á allra lægstu laununum og í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði viti að það verði ekki launaskerðing.“ „Kominn tími til að raddir þessara kvenna fái að heyrast“ Þetta árið verður lögð sérstök áhersla á baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir líka mikilvægt að konur og kvár sem búa við góð skilyrði mæti einmitt til að sýna samstöðu með þeim sem ekki geta það. „Oft eru þetta konurnar sem hafa ekki rödd í samfélaginu sem hafa ekki tök á að mæta eða hafa hátt, þannig að það er okkar hinna að mæta og sína samstöðu. Kynbundið ofbeldi er eitthvað sem snertir okkur öll og samfélagið í heild og við státum okkur af því að vera framarlega í jafnrétti en þarna erum við bara alls ekki framarlega,“ segir Linda Dröfn. „Það er kominn tími til að raddir þessara kvenna fái að heyrast,“ segir Linda. Kynbundið ofbeldi sé ein hreinasta birtingarmynd misréttis. „Baráttan er varla hafin fyrr en við ráðun niðurlögum þessa ofbeldis og þess vegna viljum við - virkilega – hvetja konur og kvár til að leggja niður störf, sýna samstöðu og mæta á Arnarhól og að karlmennirnir taki fyrstu, aðra og þriðju vaktina á meðan. Við sýnum með þessari samstöðu að nú sé nóg komið. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að stoppa,“ segir Linda sem hefur í sínu starfi sem framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins innsýn inn í líf þeirra kvenna sem búa við hryllileg skilyrði. Sonja bendir á að tilgangurinn með verkfallinu sé að valda usla. „1975 þá lokuðu leikskólar og grunnskólar og sömuleiðis afgreiðsla í verslunum. Það var allt undir og það sást með skýrum hætti mikilvægi framlags kvenna til samfélagsins og það er það sem við erum að hvetja til núna,“ segir Sonja. Ekki geta þó allar konur og kvár lagt niður störf án þess að lífi fólks sé beinlínis stefnt í hættu. Sonja segir ekki standa til að stefna öryggi neins í hættu. Konur sem starfi til dæmis í bráðaþjónustu ýmis konar geti tekið þátt með táknrænum hætti. „Við munum meðal annars fara inn á vinnustaði og taka myndir þar sem þær reisa kröfur sínar á mótmælaspjöldum og geta sett inn á samfélagsmiðla til að þetta sé sýnilegt.“ Sonja hvetur fólk til að virkja sem flesta í kringum sig til þátttöku og sérstaklega fólk af erlendum uppruna og fólk sem eigi erfiðara með að taka þátt. „Sjáumst í baráttunni!“ sagði Sonja að lokum full eldmóðs. Jafnréttismál Kjaramál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Eftir rúma viku verður kvennaverkfall sem varir í heilan dag. Konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf og halda að Arnarhóli á útifund en samstöðufundir verða einnig haldnir um land allt. „Við erum að horfa til fyrirmyndarinnar sem var sett 1975 og byggjum á að þetta sé sögulegur baráttudagur. Það hefur ekki verið heils dags verkfall síðan þá og á þeim tíma óttuðust margar konur að launin yrðu dregin af þeim en þegar uppi var staðið þá gerðu fæstir atvinnurekendur það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, ein þeirra sem stendur að skipulagningu verkfallsins. Nú þegar nær dregur verkfalli hefur borið á alls konar vangaveltum um fyrirkomulagið. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur af hugsanlegri launaskerðingu en það spyr líka hvar börnin eiga að vera þann 24. „Þá erum við að hvetja feður, afa, frænda og bræður til að axla ábyrgð og ganga í þessi ólaunuðu og launuðu störf kvenna og kvára. Það felst auðvitað bæði í umönnun barna en líka heimilishaldi og öllu þessu skipulagi sem fellur undir þriðju vaktina,“ segir Sonja sem beindi síðan tali sínu að atvinnurekendum. Sonja segir mikilvægt að atvinnurekendur rísi undir ábyrgð sinni en bæði ríki og borg hafa ákveðið að ekki komi til launaskerðingar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf en að verkfallið muni hafa gríðarleg áhrif á sviðið því um 80% starfsfólks þess eru kvenmenn. Sonja segir skilaboð á borð við þessi vera mikilvægt innlegg. „Við vitum að staða fólks er mjög mismunandi og það skiptir máli að fólk á allra lægstu laununum og í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði viti að það verði ekki launaskerðing.“ „Kominn tími til að raddir þessara kvenna fái að heyrast“ Þetta árið verður lögð sérstök áhersla á baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir líka mikilvægt að konur og kvár sem búa við góð skilyrði mæti einmitt til að sýna samstöðu með þeim sem ekki geta það. „Oft eru þetta konurnar sem hafa ekki rödd í samfélaginu sem hafa ekki tök á að mæta eða hafa hátt, þannig að það er okkar hinna að mæta og sína samstöðu. Kynbundið ofbeldi er eitthvað sem snertir okkur öll og samfélagið í heild og við státum okkur af því að vera framarlega í jafnrétti en þarna erum við bara alls ekki framarlega,“ segir Linda Dröfn. „Það er kominn tími til að raddir þessara kvenna fái að heyrast,“ segir Linda. Kynbundið ofbeldi sé ein hreinasta birtingarmynd misréttis. „Baráttan er varla hafin fyrr en við ráðun niðurlögum þessa ofbeldis og þess vegna viljum við - virkilega – hvetja konur og kvár til að leggja niður störf, sýna samstöðu og mæta á Arnarhól og að karlmennirnir taki fyrstu, aðra og þriðju vaktina á meðan. Við sýnum með þessari samstöðu að nú sé nóg komið. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að stoppa,“ segir Linda sem hefur í sínu starfi sem framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins innsýn inn í líf þeirra kvenna sem búa við hryllileg skilyrði. Sonja bendir á að tilgangurinn með verkfallinu sé að valda usla. „1975 þá lokuðu leikskólar og grunnskólar og sömuleiðis afgreiðsla í verslunum. Það var allt undir og það sást með skýrum hætti mikilvægi framlags kvenna til samfélagsins og það er það sem við erum að hvetja til núna,“ segir Sonja. Ekki geta þó allar konur og kvár lagt niður störf án þess að lífi fólks sé beinlínis stefnt í hættu. Sonja segir ekki standa til að stefna öryggi neins í hættu. Konur sem starfi til dæmis í bráðaþjónustu ýmis konar geti tekið þátt með táknrænum hætti. „Við munum meðal annars fara inn á vinnustaði og taka myndir þar sem þær reisa kröfur sínar á mótmælaspjöldum og geta sett inn á samfélagsmiðla til að þetta sé sýnilegt.“ Sonja hvetur fólk til að virkja sem flesta í kringum sig til þátttöku og sérstaklega fólk af erlendum uppruna og fólk sem eigi erfiðara með að taka þátt. „Sjáumst í baráttunni!“ sagði Sonja að lokum full eldmóðs.
Jafnréttismál Kjaramál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15