Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2023 14:00 Myndskeiðið hefur vakið mikla reiði eftir að það komst í umferð á samfélagsmiðlum. TSamsett Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Sjá meira
Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Sjá meira