Sextán ára og fylgdi eftir bronsi á heimsleikum með Íslandsmeistaragulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 10:30 Bergrós Björnsdóttir á verðlaunapallinum með þeim Guðbjörgu Valdimarsdóttur (til hægri) og Helenu Pétursdóttur. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistarinn í CrossFit frá upphafi þegar hún tryggði sér sigur á Íslandsmótinu sem haldið var hjá CrossFit Reykjavík. Bergrós er aðeins sextán ára gömul en er án efa langefnilegasta CrossFit kona Íslands í dag. Hún vann brons í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í haust og var þá eini Íslendingurinn á verðlaunapalli. Það voru táningarnir sem voru bestir á mótinu því hinni nítján ára gamli Bjarni Leifs vann opna flokkinn hjá körlunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) Bjarni hafði betur eftir keppni við reynsluboltann Frederik Ægidius sem varð í öðru sæti en næstir urðu síðan Ægir Björn Gunnsteinsson og Carlos Fernandez. Bjarni vann sex af sjö greinum og endaði í öðru sæti í þeirri sjöundu. Eini sem náði að vinna hann í grein var Birkir Örn Kristjánsson sem endaði í fimmta sætinu. Sigur Bjarna var því öruggur. Bergrós hafði ekki alveg eins mikla yfirburði í keppninni en sigur hennar var þó aldrei í mikilli hættu. Bergrós fékk þó verðuga samkeppni frá fráfarandi Íslandsmeistara Guðbjörgu Valdimarsdóttur ekki síst eftir að Bergrós endaði í níunda sætinu í einni grein. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós vann fjórar af sjö greinum og varð einnig í öðru og þriðja sæti í greinum. Þessi eina slæma grein kom því ekki að sök og hún vann að lokum með fjórum stigum. Fékk átján stig á móti 22 frá Guðbjörgu en þarna er markmiðið að vera með sem lægsta tölu. Talan ræðst að sæti hver og eins í hverri grein. Helena Pétursdóttir varð þriðja og næstar á eftir henni urðu Andrea Ingibjörg Orradóttir, Birta Líf Þórarinsdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Bæði hafa þau Bjarni og Bergrós æft CrossFit í fjögur ár en voru áður í boltagreinum, Bjarni í fótbolta en Bergrós í handbolta. Bergrós er frá Selfossi en æfir í Reykjavík og leggur því ekki aðeins mikið á sig við æfingar heldur eyðir miklum tíma líka í að ferðast á milli. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sjá meira
Bergrós er aðeins sextán ára gömul en er án efa langefnilegasta CrossFit kona Íslands í dag. Hún vann brons í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í haust og var þá eini Íslendingurinn á verðlaunapalli. Það voru táningarnir sem voru bestir á mótinu því hinni nítján ára gamli Bjarni Leifs vann opna flokkinn hjá körlunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) Bjarni hafði betur eftir keppni við reynsluboltann Frederik Ægidius sem varð í öðru sæti en næstir urðu síðan Ægir Björn Gunnsteinsson og Carlos Fernandez. Bjarni vann sex af sjö greinum og endaði í öðru sæti í þeirri sjöundu. Eini sem náði að vinna hann í grein var Birkir Örn Kristjánsson sem endaði í fimmta sætinu. Sigur Bjarna var því öruggur. Bergrós hafði ekki alveg eins mikla yfirburði í keppninni en sigur hennar var þó aldrei í mikilli hættu. Bergrós fékk þó verðuga samkeppni frá fráfarandi Íslandsmeistara Guðbjörgu Valdimarsdóttur ekki síst eftir að Bergrós endaði í níunda sætinu í einni grein. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós vann fjórar af sjö greinum og varð einnig í öðru og þriðja sæti í greinum. Þessi eina slæma grein kom því ekki að sök og hún vann að lokum með fjórum stigum. Fékk átján stig á móti 22 frá Guðbjörgu en þarna er markmiðið að vera með sem lægsta tölu. Talan ræðst að sæti hver og eins í hverri grein. Helena Pétursdóttir varð þriðja og næstar á eftir henni urðu Andrea Ingibjörg Orradóttir, Birta Líf Þórarinsdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Bæði hafa þau Bjarni og Bergrós æft CrossFit í fjögur ár en voru áður í boltagreinum, Bjarni í fótbolta en Bergrós í handbolta. Bergrós er frá Selfossi en æfir í Reykjavík og leggur því ekki aðeins mikið á sig við æfingar heldur eyðir miklum tíma líka í að ferðast á milli. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sjá meira