Sextán ára og fylgdi eftir bronsi á heimsleikum með Íslandsmeistaragulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 10:30 Bergrós Björnsdóttir á verðlaunapallinum með þeim Guðbjörgu Valdimarsdóttur (til hægri) og Helenu Pétursdóttur. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistarinn í CrossFit frá upphafi þegar hún tryggði sér sigur á Íslandsmótinu sem haldið var hjá CrossFit Reykjavík. Bergrós er aðeins sextán ára gömul en er án efa langefnilegasta CrossFit kona Íslands í dag. Hún vann brons í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í haust og var þá eini Íslendingurinn á verðlaunapalli. Það voru táningarnir sem voru bestir á mótinu því hinni nítján ára gamli Bjarni Leifs vann opna flokkinn hjá körlunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) Bjarni hafði betur eftir keppni við reynsluboltann Frederik Ægidius sem varð í öðru sæti en næstir urðu síðan Ægir Björn Gunnsteinsson og Carlos Fernandez. Bjarni vann sex af sjö greinum og endaði í öðru sæti í þeirri sjöundu. Eini sem náði að vinna hann í grein var Birkir Örn Kristjánsson sem endaði í fimmta sætinu. Sigur Bjarna var því öruggur. Bergrós hafði ekki alveg eins mikla yfirburði í keppninni en sigur hennar var þó aldrei í mikilli hættu. Bergrós fékk þó verðuga samkeppni frá fráfarandi Íslandsmeistara Guðbjörgu Valdimarsdóttur ekki síst eftir að Bergrós endaði í níunda sætinu í einni grein. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós vann fjórar af sjö greinum og varð einnig í öðru og þriðja sæti í greinum. Þessi eina slæma grein kom því ekki að sök og hún vann að lokum með fjórum stigum. Fékk átján stig á móti 22 frá Guðbjörgu en þarna er markmiðið að vera með sem lægsta tölu. Talan ræðst að sæti hver og eins í hverri grein. Helena Pétursdóttir varð þriðja og næstar á eftir henni urðu Andrea Ingibjörg Orradóttir, Birta Líf Þórarinsdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Bæði hafa þau Bjarni og Bergrós æft CrossFit í fjögur ár en voru áður í boltagreinum, Bjarni í fótbolta en Bergrós í handbolta. Bergrós er frá Selfossi en æfir í Reykjavík og leggur því ekki aðeins mikið á sig við æfingar heldur eyðir miklum tíma líka í að ferðast á milli. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Bergrós er aðeins sextán ára gömul en er án efa langefnilegasta CrossFit kona Íslands í dag. Hún vann brons í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í haust og var þá eini Íslendingurinn á verðlaunapalli. Það voru táningarnir sem voru bestir á mótinu því hinni nítján ára gamli Bjarni Leifs vann opna flokkinn hjá körlunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) Bjarni hafði betur eftir keppni við reynsluboltann Frederik Ægidius sem varð í öðru sæti en næstir urðu síðan Ægir Björn Gunnsteinsson og Carlos Fernandez. Bjarni vann sex af sjö greinum og endaði í öðru sæti í þeirri sjöundu. Eini sem náði að vinna hann í grein var Birkir Örn Kristjánsson sem endaði í fimmta sætinu. Sigur Bjarna var því öruggur. Bergrós hafði ekki alveg eins mikla yfirburði í keppninni en sigur hennar var þó aldrei í mikilli hættu. Bergrós fékk þó verðuga samkeppni frá fráfarandi Íslandsmeistara Guðbjörgu Valdimarsdóttur ekki síst eftir að Bergrós endaði í níunda sætinu í einni grein. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós vann fjórar af sjö greinum og varð einnig í öðru og þriðja sæti í greinum. Þessi eina slæma grein kom því ekki að sök og hún vann að lokum með fjórum stigum. Fékk átján stig á móti 22 frá Guðbjörgu en þarna er markmiðið að vera með sem lægsta tölu. Talan ræðst að sæti hver og eins í hverri grein. Helena Pétursdóttir varð þriðja og næstar á eftir henni urðu Andrea Ingibjörg Orradóttir, Birta Líf Þórarinsdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Bæði hafa þau Bjarni og Bergrós æft CrossFit í fjögur ár en voru áður í boltagreinum, Bjarni í fótbolta en Bergrós í handbolta. Bergrós er frá Selfossi en æfir í Reykjavík og leggur því ekki aðeins mikið á sig við æfingar heldur eyðir miklum tíma líka í að ferðast á milli. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira