Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 21:18 Donald Tusk, leiðtogi Borgaraflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Póllandi eftir að útgönguspár sýndu að stjórnarflokkkurinn Lög og réttlæti nær ekki meirihluta. Líklegt þykir að hann muni leiða samsteypustjórn þriggja flokka. AP/Petr David Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Kjörstaðir lokuðu í þingkosningum Póllands um sjö í kvöld að íslenskum tíma og eru fyrstu útgönguspár komnar. Þar fær stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti um 36,8 prósent atkvæða, um 200 sæti en 231 þingmann þarf til að mynda meirihluta. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Mazowiecki, er vafalaust ekki sáttur með niðurstöðuna verði hún eins og útgönguspár segja. Flokkur hans Lög og réttlæti hafa verið við stjórn síðustu tvö kjörtímabil.AP/Michal Dyjuk Þar á eftir koma Borgaraflokkurinn, stjórnarandstöðuflokkur Donald Tusk, með 31,6 prósent, eða 163 þingmenn, Þriðja leiðin með þrettán prósent, um 55 þingmenn, vinstriflokkurinn Nýja vinstrið með 8,6 prósent, um 30 þingmenn og loks hægriflokkurinn Sambandsflokkurinn með 6,2 prósent. Talið er líklegast að þrír flokkar hinnar lýðræðislegu stjórnarandstöðu, Borgaraflokkur Donalds Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið, myndi samsteypustjórn. Donald Tusk lýsti yfir sigri eftir að kjörstaðir lokuðu. „Þetta eru endalok valdatíðar Laga og réttlætis, okkur tókst það,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Þessa dags verður minnst í sögunni sem bjarts dags, endurfæðingar Póllands,“ sagði hann einnig. Donald Tusk segir daginn sögulegan í pólskum stjórnmálum.AP/Petr David Josek Viðræður verði sennilega ekki snúnar Samhliða þingkosningum gengu Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál: afstöðu til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamæri landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Kjörsókn mældist 72,9 prósent og hefur ekki mælst jafnhá í Póllandi síðan 1989. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, ræddi við Sindra Sindrason um kosningarnar í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Pawel var ekki svo viss um að stjórnarmyndunarviðræður yrðu snúnar eins og hefur verið rætt um fyrir kosningar Hann sagði að það lægi beint við að ef flokkur Donald Tusk, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið næðu meirihluta á þinginu þá myndu þeir ræða saman. „Þó það sé vissulega langt á milli þessara flokka í ýmsum málum þá eru þeir einhvern veginn dæmdir til að fara í þá samsteypustjórn þannig ég hef ekki trú á að hún verði það snúin,“ sagði Pawel. Pólverjar stoltir af kosningaþátttökunni Aðspurður hvert væri viðkvæmasta málefnið sagði Pawel „Málefnið sem Lög og réttlæti hafa reynt að setja á oddinn í þessari kosningabaráttu snúast um efni þessara svokölluðu þjóðaratkvæðisgreiðsluspurninga á meðan Donald Tusk og Borgaraflokkurinn hefur reynt að leggja meiri áherslu á húsnæðismál og verðlag. Nema kannski á lokaspretti kosningabaráttunnar þar sem þeir höfðuðu til þess að nú væri tækifæri til þess að breyta.“ Er einhver munur á milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri þegar kemur að málum? „Líklegast er það þannig að yngri kjósendur eru líklegri til að kjósa hina lýðræðislegu stjórnarandstöðu en það munar samt ekki það miklu. Til dæmis nýtur flokkurinn lengst til hægri töluverðs stuðnings meðal ungs fólks enda með ungan og mælskan leiðtoga sem er því miður með ekkert alltof góðar skoðanir,“ sagði Pawel. Hvernig líður Pólverjum í dag? „Ég held að margir Pólverjar séu reyndar nokkuð stoltir af þessari miklu kosningaþátttöku,“ segir Pawel enda hefur hún ekki verið jafnhá síðan Pólverjar felldu kommúnismann 1989. „Mér sýnist heilt á litið flestir, allavega í mínum kreðsum og hinar talandi stéttir, hampa því og gleðjast yfir þessari miklu kosningaþátttöku.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira