Skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 19:00 Samfylkingin samþykkti ályktun á flokkstjórnarfundi þar sem flokkurinn fordæmir stríðsglæpi á Gasaströndinni og skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að tryggja mannúðaraðstöð og tafarlaust vopnahlér. Aðsent Samfylkingin fordæmir stríðsglæpi Ísraelshers og Hamas og skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að tryggja nauðsynlega mannúðaraðstoð, tafarlaust vopnahlé og að binda enda á aðskilnaðarstefnu undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í ályktun sem flokksstjórnarfundur Samfylkingar samþykkti í gær og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir í Facebook-færslu. Þar segir að Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands fordæmi með afgerandi hætti þá stríðsglæpi sem framdir hafa verið fyrir botni Miðjarðarhafs af hálfu Ísraelshers og Hamas-samtakanna. „Þá skorar Samfylkingin á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að tryggja nauðsynlega mannúðaraðstoð til almennra borgara, tafarlaust vopnahlé og að þrýst verði á Ísrael að fylgja alþjóðalögum og binda endi á aðskilnaðarstefnu undanfarinna áratuga,“ segir einnig. Í færslunni er rifjað upp hvernig Ísland varð árið 2011 fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu með samhljóða samþykkt Alþingis undir forystu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í sömu ályktun hafi Alþingi skorað á Ísraela og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna. „Grundvallaratriði er gagnkvæm viðurkenning Ísraelsríkis og Palestínuríkis og að áhersla verði lögð á rétt flóttamanna til að snúa aftur til Palestínu. Samfylkingin vill árétta þessa afstöðu flokksins og Íslands og skorar á ríkisstjórnina að gera slíkt hið sama,“ segir að lokum í færslunni. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 „Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. 4. mars 2023 15:22 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun sem flokksstjórnarfundur Samfylkingar samþykkti í gær og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir í Facebook-færslu. Þar segir að Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands fordæmi með afgerandi hætti þá stríðsglæpi sem framdir hafa verið fyrir botni Miðjarðarhafs af hálfu Ísraelshers og Hamas-samtakanna. „Þá skorar Samfylkingin á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að tryggja nauðsynlega mannúðaraðstoð til almennra borgara, tafarlaust vopnahlé og að þrýst verði á Ísrael að fylgja alþjóðalögum og binda endi á aðskilnaðarstefnu undanfarinna áratuga,“ segir einnig. Í færslunni er rifjað upp hvernig Ísland varð árið 2011 fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu með samhljóða samþykkt Alþingis undir forystu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í sömu ályktun hafi Alþingi skorað á Ísraela og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna. „Grundvallaratriði er gagnkvæm viðurkenning Ísraelsríkis og Palestínuríkis og að áhersla verði lögð á rétt flóttamanna til að snúa aftur til Palestínu. Samfylkingin vill árétta þessa afstöðu flokksins og Íslands og skorar á ríkisstjórnina að gera slíkt hið sama,“ segir að lokum í færslunni.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 „Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. 4. mars 2023 15:22 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. 15. október 2023 13:45
Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00
„Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. 4. mars 2023 15:22