Handbolti

Valur burstaði Eistana í seinni leiknum

Dagur Lárusson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 6 mörk í dag.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 6 mörk í dag. Vísir/Diego

Valur burstaði eistneska liðið Polva Serviti í seinni leik liðanna í Evrópubikarnum í handbolta í dag.

Valur vann fyrri leik liðanna í gær en lokatölur þar voru 29-32 og voru fjórir leikmenn Vals markahæstir með fjögur mörk en það voru þeir Magnús Óli Magnússon, Alexander Petterson, Úlfar Páll Þórðarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson.

Valsmenn voru með frumkvæðið í leiknum strax frá byrjun leiks en þó má segja að þeir hafi ekki farið almennilega af stað fyrr en í seinni hálfleiknum en staðan í hálfleik var 19-14.

Í seinni hálfleiknum gengu Valsmenn á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru og unnu að lokum sigur 39-28 en á tímabili var Valur þó með fimmtán marka forystu. 

Markahæstir hjá Val voru þeir Andri Finnsson og Benedikt Gunnar Óskarsson, báðir með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×