Níunda gagnaver atNorth rís í Danmörku Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2023 15:31 Gagnaverið verður tilbúið við lok næsta árs, gangi öll plön eftir áætlun. Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu. Gagnaverið verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm. Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu. „Við leggjum afar mikið upp úr vönduðu staðarvali gagnavera okkar svo það uppfylli strangar kröfur um öryggi, sjálfbærni og fýsileika fyrir viðskiptavini,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth og heldur áfram: „Eftirspurn eftir öflugum stafrænum innviðum fer stöðugt vaxandi og okkur er því mikil ánægja að fjárfesta í markaði gagnavera í Danmörku og stækka um leið starfssvæði okkar.“ Gagnaverið, sem fær heitið DEN01, verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm. Á Íslandi eru fyrir þrjú gagnaver, tvö í Finnlandi og eitt í byggingu, og svo tvö í Svíþjóð. Í tilkynningunni kemur fram að gagnaverið sé hannað sérstaklega til að sinna ofurtölvuþjónustu og háþróuðum útreikningum fyrir gervigreindarlausnir, hermanir og áhættugreiningar og kemur til með að geta sinnt 30 megavatta orkuþörf. „Í Ballerup er gott að reka fyrirtæki og uppgangur í viðskiptalífinu. Um það er atNorth lýsandi dæmi. Sá möguleiki að geta í framtíðinni endurnýtt umframvarma frá gagnaverinu til sjálfbærrar hitaveitu er spennandi og ég hlakka til að fylgjast með framvindu verkefnisins,“ segir Jesper Würtzen, borgarstjóri Ballerup. Í tilkynningu kemur fram að gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth nemi land í Danmörku með byggingu nýs gagnavers á Kaupmannahafnarsvæðinu. Miðað er við að gagnaverið verði tekið í notkun á seinasta ársfjórðungi 2024. Orkumál Danmörk Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu. „Við leggjum afar mikið upp úr vönduðu staðarvali gagnavera okkar svo það uppfylli strangar kröfur um öryggi, sjálfbærni og fýsileika fyrir viðskiptavini,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth og heldur áfram: „Eftirspurn eftir öflugum stafrænum innviðum fer stöðugt vaxandi og okkur er því mikil ánægja að fjárfesta í markaði gagnavera í Danmörku og stækka um leið starfssvæði okkar.“ Gagnaverið, sem fær heitið DEN01, verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm. Á Íslandi eru fyrir þrjú gagnaver, tvö í Finnlandi og eitt í byggingu, og svo tvö í Svíþjóð. Í tilkynningunni kemur fram að gagnaverið sé hannað sérstaklega til að sinna ofurtölvuþjónustu og háþróuðum útreikningum fyrir gervigreindarlausnir, hermanir og áhættugreiningar og kemur til með að geta sinnt 30 megavatta orkuþörf. „Í Ballerup er gott að reka fyrirtæki og uppgangur í viðskiptalífinu. Um það er atNorth lýsandi dæmi. Sá möguleiki að geta í framtíðinni endurnýtt umframvarma frá gagnaverinu til sjálfbærrar hitaveitu er spennandi og ég hlakka til að fylgjast með framvindu verkefnisins,“ segir Jesper Würtzen, borgarstjóri Ballerup. Í tilkynningu kemur fram að gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth nemi land í Danmörku með byggingu nýs gagnavers á Kaupmannahafnarsvæðinu. Miðað er við að gagnaverið verði tekið í notkun á seinasta ársfjórðungi 2024.
Orkumál Danmörk Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira