Saurgerlar í neysluvatni Borgarfjarðar eystri undanfarnar tvær vikur Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2023 17:54 Íbúar á Borgarfirði eystri hafa neyðst til að sjóða neysluvatn sitt vegna saurmengunar sem hefur mælst í vatninu undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Kólígerlar mældust í sýni sem tekið var úr vatnsveitunni á Borgarfirði eystri fyrir rúmlega tveimur vikum. Enn mælist mengun í vatninu en framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands bindur vonir við að gerlarnir verði farnir eftir helgi. Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum. Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum.
Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira