Saurgerlar í neysluvatni Borgarfjarðar eystri undanfarnar tvær vikur Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2023 17:54 Íbúar á Borgarfirði eystri hafa neyðst til að sjóða neysluvatn sitt vegna saurmengunar sem hefur mælst í vatninu undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Kólígerlar mældust í sýni sem tekið var úr vatnsveitunni á Borgarfirði eystri fyrir rúmlega tveimur vikum. Enn mælist mengun í vatninu en framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands bindur vonir við að gerlarnir verði farnir eftir helgi. Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum. Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum.
Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira