Innlent

Margir ó­við­ræðu­hæfir

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stöðvaði ölvaðan öku­mann í Háa­leitis­hverfi í Reykjavík í gær­kvöldi. Öku­maðurinn reyndi að villa um fyrir lög­reglu með því að skipta um sæti.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í dag­bók lög­reglu. Öku­maðurinn neitaði einnig að segja til nafns. Var hann fluttur á lög­reglu­stöð þar sem blóð­sýni var tekið og gaf hann að lokum upp nafn að sögn lög­reglu.

Þá hafði lög­regla af­skipti af fólki vegna tölu­verðrar ölvunar. Maður sem var til vand­ræða í 101 Reykja­vík var hand­tekinn og vistaður í fanga­klefa. Hann var meðal annars búinn að valda eignar­spjöllum og var ó­við­ræðu­hæfur vegna á­stands.

Annar maður var hand­tekinn í sama hverfi en hann er sagður hafa verið með hótanir. Var hann vistaður í fanga­klefa. Kona sem féll á höfuð í sama hverfi var flutt á slysa­deild þar sem hún slaut skurð við fallið.

Skemmti­stað lokað

Lög­regla hafði auk þess af­skipti af manni í Hlíðunum þar sem hann var til vand­ræða að sögn lög­reglu. Hann er sagður hafa verið í mjög annar­legu á­standi og í engu á­standi til að vera úti á meðal al­mennings. Hann var hand­tekinn og vistaður í fanga­klefa.

Þá lokaði lög­regla skemmti­stað í mið­bænum. Öllum gestum var vísað út þar sem nokkur fjöldi ung­menna var inn á staðnum. For­ráða­menn staðarins eiga að sögn lög­reglu von á kæru vegna málsins.

Lög­regla hand­tók mann í Kópa­vogi vegna meiri­háttar líkams­á­rásar. Var maðurinn vistaður í fanga­klefa. Annar maður var auk þess hand­tekinn í Hóla­hverfi í Reykja­vík. Lög­regla segir manninn hafa verið al­gjör­lega ó­við­ræðu­hæfan sökum á­stands og vistaður í fanga­klefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×