Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2023 22:22 Lögeglan á Norðurlandi eystra hafði í nógu að snúast í kvöld. Vísir/Vilhelm Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni. Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni.
Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira