Þetta segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.
Þar segir að merki um landris á Reykjanesskaga hafi mælst fljótlega eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk í byrjun ágúst. Landrisið sem mælist nú er á svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um fjórar vikur. Nýjustu GPS mælingar gefi nú vísbendingar um hröðun á landrisinu
Líkurnar á því að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa aukist og segir að sú þróun geti átt sér stað á næstu vikum eða mánuðum.