Sport

Bergrós og Bjarni unnu fyrstu greinina á Ís­lands­mótinu í Cross­Fit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bergrós Björnsdóttir, bronshafi frá keppni unglinga á heimsleikunum, byrjaði Íslandsmótið í gær á öruggum sigri í fyrstu grein.
Bergrós Björnsdóttir, bronshafi frá keppni unglinga á heimsleikunum, byrjaði Íslandsmótið í gær á öruggum sigri í fyrstu grein. @crossfit.iceland

Íslandsmótið í CrossFit hófst í gær en það er haldið næstu daga í CrossFit Reykjavík.

Táningar unnu fyrstu greinina í gær, bæði í karla- og kvennaflokki.

Hin sextán ára Bergrós Björnsdóttir vann fyrstu grein hjá konunum en hinn nítján ára gamli Bjarni Leifs Kjartansson vann fyrstu rein hjá körlunum.

Bergrós kláraði á nákvæmlega fjórtán mínútum og var langt á undan næstu konu sem var Andrea Ingibjörg Orradóttir á 15 mínútum og átján sekúndum. Hjördís Ósk Óskarsdóttir varð þriðja og í næstu sætum komu svo Guðbjörg Valdimarsdóttir, Helena Petursdottir og Birta Líf Þórarinsdóttir

Bjarni kláraði á 12 mínútum og tóf sekúndum og var þrettán sekúndum á undan Frederik Ægidius sem var annar. Þriðji var svo Michael Viedma en í næstu sætum komu svo Ægir Björn Gunnsteinsson, Tryggvi Logason og Þórbergur Hlynsson.

Það má nálgast stöðuna hér.

Annar dagur mótsins hefst klukkan 18.00 í kvöld en í dag munu fara fram tvær næstu greinar. Opni flokkurinn byrjar á fyrri grein sinni klukkan 19.20 en sú seinni verður klukkan 20.54 samkvæmt dagskrá.

Grein tvö er blanda af Helenu og Alpaca en það má sjá Evert Víglundsson fara yfir hana hér fyrir neðan.

Í grein þrjú verður farið í skíðavél og svo í hnébeygjur í framhaldinu en það má sjá Evert Víglundsson fara yfir hana hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×