„Henda“ aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 08:32 Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár þegar hún vann brons í flokki 16 til 17 ára. Hún má keppa aftur á næsta ári en þá verður keppnin ekki lengur hluti af aðalheimsleikunum. @crossfitgames Hingað til hefur allt CrossFit samfélagið toppað saman á heimsleikunum á hverju hausti og þar hafa allir keppt um titlana á einum heimsleikum hvort sem þeir eru að keppa í fullorðinsflokki eða ákveðnum aldurs- eða fötlunarflokki. Nú verður breyting á því. CrossFit samtökin hafa nú tilkynnt risastóra breytingu á keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramótsins í íþróttinni. Hér eftir mun aðalhluti heimsleikanna, keppni um heimsmeistaratitil karla, kvenna og liða, fara fram sér. Í raun var tekin sú ákvörðun að henda aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit. Fatlaðir fá heldur ekki lengur að keppa á aðalheimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Aldursflokkakeppnin mun nú fá sína eigin heimsleika og sömu sögu má segja af keppni fatlaðra. Sérmót fyrir táninga og sérmót fyrir öldunga Unga og gamla CrossFit fólkið keppir meira segja ekki saman á móti því yngra fólkið keppir um heimsmeistaratitilinn á Pit Teen Throwdown en öldungarnir keppa á Legends Championship (Masters). Keppni fatlaðra mun síðan ráðast á WheelWOD mótinu frá og með næsta ári. „Við trúum því að allar deildir munu græða á þessu, ekki síst vegna þess að nú getum við tvöfaldað fjölda þeirra öldunga og táninga sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn,“ sagði Dave Castro, íþróttastjóri hjá CrossFit. Það sjá þó þeir sem vilja sjá að með þessu er í raun verið að auðvelda framkvæmd aðalkeppninnar með því að minnka umfangið. CrossFit samtökin stefna á það að ferðast með heimsmeistaramótið um heiminn í framtíðinni. Fleiri fá að keppa í flokkunum Heimsmeistarakeppni karla, kvenna og liða í CrossFit er fyrir vikið orðin mun meðfærilegri sem um leið mun auðvelda þjóðum utan Bandaríkjanna að taka að sér að halda heimsleikana. Það er hins vegar svekkjandi fyrir bestu táninga og öldunga heims að fá ekki lengur að kynnast aðalheimsleikunum á eigin skinni. Það fá vissulega fleiri að keppa um heimsmeistaratitilinn í eigin persónu en það verður krefjandi fyrir CrossFit samtökin að halda uppi sömu umgjörð á slíkum sérmótum. Undankeppnin verður þó áfram eins og því munu allir byrja tímabilið saman í opna hlutanum. Stór spurningarmerki eru líka í kringum styrktaraðila og sýnileika keppninnar um heimsmeistaratitil táninga og öldunga. Þau hafa fengið að stíga inn á stóra sviðið á heimsleikunum, inn á milli aðalkeppninnar, en það verður ekki lengur. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú tilkynnt risastóra breytingu á keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramótsins í íþróttinni. Hér eftir mun aðalhluti heimsleikanna, keppni um heimsmeistaratitil karla, kvenna og liða, fara fram sér. Í raun var tekin sú ákvörðun að henda aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit. Fatlaðir fá heldur ekki lengur að keppa á aðalheimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Aldursflokkakeppnin mun nú fá sína eigin heimsleika og sömu sögu má segja af keppni fatlaðra. Sérmót fyrir táninga og sérmót fyrir öldunga Unga og gamla CrossFit fólkið keppir meira segja ekki saman á móti því yngra fólkið keppir um heimsmeistaratitilinn á Pit Teen Throwdown en öldungarnir keppa á Legends Championship (Masters). Keppni fatlaðra mun síðan ráðast á WheelWOD mótinu frá og með næsta ári. „Við trúum því að allar deildir munu græða á þessu, ekki síst vegna þess að nú getum við tvöfaldað fjölda þeirra öldunga og táninga sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn,“ sagði Dave Castro, íþróttastjóri hjá CrossFit. Það sjá þó þeir sem vilja sjá að með þessu er í raun verið að auðvelda framkvæmd aðalkeppninnar með því að minnka umfangið. CrossFit samtökin stefna á það að ferðast með heimsmeistaramótið um heiminn í framtíðinni. Fleiri fá að keppa í flokkunum Heimsmeistarakeppni karla, kvenna og liða í CrossFit er fyrir vikið orðin mun meðfærilegri sem um leið mun auðvelda þjóðum utan Bandaríkjanna að taka að sér að halda heimsleikana. Það er hins vegar svekkjandi fyrir bestu táninga og öldunga heims að fá ekki lengur að kynnast aðalheimsleikunum á eigin skinni. Það fá vissulega fleiri að keppa um heimsmeistaratitilinn í eigin persónu en það verður krefjandi fyrir CrossFit samtökin að halda uppi sömu umgjörð á slíkum sérmótum. Undankeppnin verður þó áfram eins og því munu allir byrja tímabilið saman í opna hlutanum. Stór spurningarmerki eru líka í kringum styrktaraðila og sýnileika keppninnar um heimsmeistaratitil táninga og öldunga. Þau hafa fengið að stíga inn á stóra sviðið á heimsleikunum, inn á milli aðalkeppninnar, en það verður ekki lengur. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira