„Gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. október 2023 23:29 Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink „Þetta var spennandi, það er orðið sem kemur fyrst upp í huga“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, léttur í lund eftir fyrsta sigur liðsins í Subway deild karla. Álftanes lagði Grindavík að velli 86-79 í leik sem bauð upp á mikla spennu undir lokin. Álftnesingar komust fljótt yfir og héldu góðri forystu allan fyrri hálfleikinn en gestirnir úr Grindavík unnu sig vel til baka í seinni hálfleiknum og komust svo yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. „Hrós á Grindvíkingana, þeir kunna og vita vel hverjir þeir eru. Þeir fóru að hrifsa af okkur sóknarfráköst bara með einhverri tilfinningasemi, tóku völdin tilfinningalega á vellinum og ýttu okkur út úr því sem við vorum að gera. Þeir sóttu á okkur og sóttu sér að komast yfir.“ Kjartan segir þó sitt lið algjörlega eiga hlut í því að missa forystuna niður, þeir hafi gert mörg smávægileg mistök sem kostuðu þá næstum því leikinn í kvöld, en leiðréttu það á endanum og unnu leikinn. „Við vorum að sama skapi miklir klaufar, vorum að kasta boltanum frá okkur, klikkuðuðum úr allavega sjö vítum í seinni hálfleik. Allskyns litlir hlutir sem fóru að gera okkur erfitt fyrir. Hrós á Grindvíkingana en við lokuðum þessum leik mjög vel, gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar í þessum leik.“ Þetta var annar leikur nýliða Álftaness í Subway deildinni, fyrsti leikurinn tapaðist með fimm stigum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls. Kjartan hefur lagt ríka áherslu á varnarleik liðsins í upphafi móts og segist ánægður með frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum. „Við erum búnir að vera í mismunandi varnarafbrigðum í þessum tveimur leikjum og erum að vinna í þeim atriðum. Höfum lagt meiri áherslu á vörn en sókn, sem sést kannski pínu á okkur. Nú fáum við aðeins lengri tíma til að stilla okkur af, en heilt yfir að vera í hörkuleik gegn Stólunum og klára svo Grindavík. Tvö sterk lið með sterka leikmenn innanborðs, þannig að við erum stoltir af því að hafa landað sigrinum“ sagði Kjartan glaður í bragði að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Álftnesingar komust fljótt yfir og héldu góðri forystu allan fyrri hálfleikinn en gestirnir úr Grindavík unnu sig vel til baka í seinni hálfleiknum og komust svo yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. „Hrós á Grindvíkingana, þeir kunna og vita vel hverjir þeir eru. Þeir fóru að hrifsa af okkur sóknarfráköst bara með einhverri tilfinningasemi, tóku völdin tilfinningalega á vellinum og ýttu okkur út úr því sem við vorum að gera. Þeir sóttu á okkur og sóttu sér að komast yfir.“ Kjartan segir þó sitt lið algjörlega eiga hlut í því að missa forystuna niður, þeir hafi gert mörg smávægileg mistök sem kostuðu þá næstum því leikinn í kvöld, en leiðréttu það á endanum og unnu leikinn. „Við vorum að sama skapi miklir klaufar, vorum að kasta boltanum frá okkur, klikkuðuðum úr allavega sjö vítum í seinni hálfleik. Allskyns litlir hlutir sem fóru að gera okkur erfitt fyrir. Hrós á Grindvíkingana en við lokuðum þessum leik mjög vel, gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar í þessum leik.“ Þetta var annar leikur nýliða Álftaness í Subway deildinni, fyrsti leikurinn tapaðist með fimm stigum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls. Kjartan hefur lagt ríka áherslu á varnarleik liðsins í upphafi móts og segist ánægður með frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum. „Við erum búnir að vera í mismunandi varnarafbrigðum í þessum tveimur leikjum og erum að vinna í þeim atriðum. Höfum lagt meiri áherslu á vörn en sókn, sem sést kannski pínu á okkur. Nú fáum við aðeins lengri tíma til að stilla okkur af, en heilt yfir að vera í hörkuleik gegn Stólunum og klára svo Grindavík. Tvö sterk lið með sterka leikmenn innanborðs, þannig að við erum stoltir af því að hafa landað sigrinum“ sagði Kjartan glaður í bragði að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00