„Gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. október 2023 23:29 Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink „Þetta var spennandi, það er orðið sem kemur fyrst upp í huga“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, léttur í lund eftir fyrsta sigur liðsins í Subway deild karla. Álftanes lagði Grindavík að velli 86-79 í leik sem bauð upp á mikla spennu undir lokin. Álftnesingar komust fljótt yfir og héldu góðri forystu allan fyrri hálfleikinn en gestirnir úr Grindavík unnu sig vel til baka í seinni hálfleiknum og komust svo yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. „Hrós á Grindvíkingana, þeir kunna og vita vel hverjir þeir eru. Þeir fóru að hrifsa af okkur sóknarfráköst bara með einhverri tilfinningasemi, tóku völdin tilfinningalega á vellinum og ýttu okkur út úr því sem við vorum að gera. Þeir sóttu á okkur og sóttu sér að komast yfir.“ Kjartan segir þó sitt lið algjörlega eiga hlut í því að missa forystuna niður, þeir hafi gert mörg smávægileg mistök sem kostuðu þá næstum því leikinn í kvöld, en leiðréttu það á endanum og unnu leikinn. „Við vorum að sama skapi miklir klaufar, vorum að kasta boltanum frá okkur, klikkuðuðum úr allavega sjö vítum í seinni hálfleik. Allskyns litlir hlutir sem fóru að gera okkur erfitt fyrir. Hrós á Grindvíkingana en við lokuðum þessum leik mjög vel, gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar í þessum leik.“ Þetta var annar leikur nýliða Álftaness í Subway deildinni, fyrsti leikurinn tapaðist með fimm stigum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls. Kjartan hefur lagt ríka áherslu á varnarleik liðsins í upphafi móts og segist ánægður með frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum. „Við erum búnir að vera í mismunandi varnarafbrigðum í þessum tveimur leikjum og erum að vinna í þeim atriðum. Höfum lagt meiri áherslu á vörn en sókn, sem sést kannski pínu á okkur. Nú fáum við aðeins lengri tíma til að stilla okkur af, en heilt yfir að vera í hörkuleik gegn Stólunum og klára svo Grindavík. Tvö sterk lið með sterka leikmenn innanborðs, þannig að við erum stoltir af því að hafa landað sigrinum“ sagði Kjartan glaður í bragði að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Álftnesingar komust fljótt yfir og héldu góðri forystu allan fyrri hálfleikinn en gestirnir úr Grindavík unnu sig vel til baka í seinni hálfleiknum og komust svo yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. „Hrós á Grindvíkingana, þeir kunna og vita vel hverjir þeir eru. Þeir fóru að hrifsa af okkur sóknarfráköst bara með einhverri tilfinningasemi, tóku völdin tilfinningalega á vellinum og ýttu okkur út úr því sem við vorum að gera. Þeir sóttu á okkur og sóttu sér að komast yfir.“ Kjartan segir þó sitt lið algjörlega eiga hlut í því að missa forystuna niður, þeir hafi gert mörg smávægileg mistök sem kostuðu þá næstum því leikinn í kvöld, en leiðréttu það á endanum og unnu leikinn. „Við vorum að sama skapi miklir klaufar, vorum að kasta boltanum frá okkur, klikkuðuðum úr allavega sjö vítum í seinni hálfleik. Allskyns litlir hlutir sem fóru að gera okkur erfitt fyrir. Hrós á Grindvíkingana en við lokuðum þessum leik mjög vel, gerðum allt rétt á báðum endum undir lokin og stöndum uppi sem sigurvegarar í þessum leik.“ Þetta var annar leikur nýliða Álftaness í Subway deildinni, fyrsti leikurinn tapaðist með fimm stigum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls. Kjartan hefur lagt ríka áherslu á varnarleik liðsins í upphafi móts og segist ánægður með frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum. „Við erum búnir að vera í mismunandi varnarafbrigðum í þessum tveimur leikjum og erum að vinna í þeim atriðum. Höfum lagt meiri áherslu á vörn en sókn, sem sést kannski pínu á okkur. Nú fáum við aðeins lengri tíma til að stilla okkur af, en heilt yfir að vera í hörkuleik gegn Stólunum og klára svo Grindavík. Tvö sterk lið með sterka leikmenn innanborðs, þannig að við erum stoltir af því að hafa landað sigrinum“ sagði Kjartan glaður í bragði að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Grindavík 86-79| Fyrsti sigur nýliðanna í hús Álftanes vann sinn fyrsta leik í Subway deild karla þegar liðið mætti Grindavík í Forsetahöllinni. Þetta var orðið ansi tæpt en góður endasprettur tryggði sigurinn að lokum. 12. október 2023 21:00