Reyna að umkringja úkraínska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2023 22:00 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta Úkraínu. Getty/Roman Chop Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. Herforingjaráð Úkraínu segir hermenn hafa varist tugum áhlaupa Rússa og hefur þessum árásum verið lýstum sem þeim umfangsmestu á þessu svæði, frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur samkvæmt frétt BBC verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Samhliða þessari sókn hafa Rússar gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á Avdívka en BBC segir um 1.600 manns enn búa í bænum. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Forsvarsmenn rússneska hersins segja hermenn sína hafa sótt fram og tekið einhverjar skotgrafir Úkraínumanna. Hér að neðan má sjá grófa mynd af stöðunni við Avdívka eins og hún var í gærkvöldi, samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Russian forces launched localized attacks towards Avdiivka after intensive artillery preparation in the early hours of Oct. 10, and geolocated footage from Oct 10 & Oct 11 confirms Russia advanced SW of Avdiivka near Sieverne & NW of Avdiivka near Stepove and Krasnohorivka. pic.twitter.com/yfB6KXYvEU— ISW (@TheStudyofWar) October 12, 2023 Í samtali við blaðamann Washington Post segir Vadym Sukharevskyi, yfirmaður í úkraínska hernum, að Rússar hafi sent allt að þrjú stórfylki (e. Brigade) af ferskum hermönnum til að taka þátt í þessari sókn. Hann segir Rússa hafa sótt fram í fylkingum skrið- og bryndreka með stuðningi fótgönguliðs, stórskotaliðs og loftárása. Þá noti Rússar dróna mikið til árása. Árásir Rússa hafa verið fangaðar á myndbönd með drónum en bæði Rússar og Úkraínumenn nota dróna meðal annars til að vakta víglínur og til að stýra stórskotaliðsárásum. Miðað við myndefnið hafa Rússar misst töluvert af hergögnum við Avdívka. #Ukraine: Footage showing a recent Russian attack on Pervomaiske during the ongoing offensive on Avdiivka, #Donetsk Oblast- at least two Russian BMP infantry fighting vehicles and two tanks, including a T-80BVM obr. 2022, were damaged by anti-tank fire and mines. pic.twitter.com/744BxIDiXV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 12, 2023 More footage from the Avdiivka front, including from 2 days ago. The first from Ukraine s 129th Territorial Defense Brigade shows the aftermath of the same T-80BVM tank loss from earlier in my thread. 13/https://t.co/w6lvx0ZW6rhttps://t.co/zo76ubt00Whttps://t.co/Hy3cbVdwWj pic.twitter.com/ZEvyoKKxRs— Rob Lee (@RALee85) October 12, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Herforingjaráð Úkraínu segir hermenn hafa varist tugum áhlaupa Rússa og hefur þessum árásum verið lýstum sem þeim umfangsmestu á þessu svæði, frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur samkvæmt frétt BBC verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Samhliða þessari sókn hafa Rússar gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á Avdívka en BBC segir um 1.600 manns enn búa í bænum. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Forsvarsmenn rússneska hersins segja hermenn sína hafa sótt fram og tekið einhverjar skotgrafir Úkraínumanna. Hér að neðan má sjá grófa mynd af stöðunni við Avdívka eins og hún var í gærkvöldi, samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Russian forces launched localized attacks towards Avdiivka after intensive artillery preparation in the early hours of Oct. 10, and geolocated footage from Oct 10 & Oct 11 confirms Russia advanced SW of Avdiivka near Sieverne & NW of Avdiivka near Stepove and Krasnohorivka. pic.twitter.com/yfB6KXYvEU— ISW (@TheStudyofWar) October 12, 2023 Í samtali við blaðamann Washington Post segir Vadym Sukharevskyi, yfirmaður í úkraínska hernum, að Rússar hafi sent allt að þrjú stórfylki (e. Brigade) af ferskum hermönnum til að taka þátt í þessari sókn. Hann segir Rússa hafa sótt fram í fylkingum skrið- og bryndreka með stuðningi fótgönguliðs, stórskotaliðs og loftárása. Þá noti Rússar dróna mikið til árása. Árásir Rússa hafa verið fangaðar á myndbönd með drónum en bæði Rússar og Úkraínumenn nota dróna meðal annars til að vakta víglínur og til að stýra stórskotaliðsárásum. Miðað við myndefnið hafa Rússar misst töluvert af hergögnum við Avdívka. #Ukraine: Footage showing a recent Russian attack on Pervomaiske during the ongoing offensive on Avdiivka, #Donetsk Oblast- at least two Russian BMP infantry fighting vehicles and two tanks, including a T-80BVM obr. 2022, were damaged by anti-tank fire and mines. pic.twitter.com/744BxIDiXV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 12, 2023 More footage from the Avdiivka front, including from 2 days ago. The first from Ukraine s 129th Territorial Defense Brigade shows the aftermath of the same T-80BVM tank loss from earlier in my thread. 13/https://t.co/w6lvx0ZW6rhttps://t.co/zo76ubt00Whttps://t.co/Hy3cbVdwWj pic.twitter.com/ZEvyoKKxRs— Rob Lee (@RALee85) October 12, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00