Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 21:01 Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29
Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13
Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45