Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 19:00 Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira