Datt í Sundhöllinni og fær þrjár og hálfa milljón Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 16:44 Atvikið átti sér stað við útilaug í Sundhöll Reykjavíkur. Myndin er af heitum potti í Sundhöllinni. Vísir/Arnar Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð slysið í Sundhöll Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í desember 2018, en í dómnum er því lýst að konan hafi fallið á mottu við bakka sundlaugar. Konan varð fyrir líkamstjóni vegna þessa. Samkvæmt mati bæklunarlæknis varð hún óvinnufær tímabundið. Hún hafi fengið slitgigt í úlnlið vinstri handar sem gæti háð henni í vinnu og almennt. Ágreiningur málsins varðaði það hvort Reykjavíkurborg væri skaðabótaskyld. Deilt var um hvort aðbúnaður við sundlaugina hafi verið ábótavant. Konan taldi svo vera, en Reykjavíkurborg vildi meina að það væri ósannað. Í skýrslu starfsmanns sem var skrifuð strax í kjölfar atviksins segir að konan hafi fallið í „sleipu“ við við laug. Héraðsdómur byggði dóm sinn á því að mottan hafi verið verulega sleip og þar af leiðandi skapað hættu á slysi. Fyrir dómi lágu fyrir skýrslur um nokkru tilvik þar sem sundlaugargestir féllu eða hrösuðu við bakka laugarinnar. Í þeim var gjarnan talað um sleipu sem ástæðu slyss. Í dómi Landsréttar er bent á að rekstraraðilar sund- og baðstaða beri að tryggja að orsakir slysa séu rannsakaðar. Sé það ekki tryggt getur rekstraraðilinn þurft að bera hallan af sönnunarskorti um þessi atriði. Gögn málsins bendi til þess að mottan sem málið varðar hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og Reykjavíkurborg gert að bera hallan af því. Þar að auki lá ekkert fyrir um að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk frá kvennaklefanum að vaðlauginni, en það var þá sem slysið átti sér stað. Þar af leiðandi dæmdi Landsréttur Reykjavíkurborg skaðabótaskylda í málinu, en ekki var mikill ágreiningur um bótakörfu konunnar sem var rúm þrjár og hálf milljón. Dómsmál Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varð slysið í Sundhöll Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í desember 2018, en í dómnum er því lýst að konan hafi fallið á mottu við bakka sundlaugar. Konan varð fyrir líkamstjóni vegna þessa. Samkvæmt mati bæklunarlæknis varð hún óvinnufær tímabundið. Hún hafi fengið slitgigt í úlnlið vinstri handar sem gæti háð henni í vinnu og almennt. Ágreiningur málsins varðaði það hvort Reykjavíkurborg væri skaðabótaskyld. Deilt var um hvort aðbúnaður við sundlaugina hafi verið ábótavant. Konan taldi svo vera, en Reykjavíkurborg vildi meina að það væri ósannað. Í skýrslu starfsmanns sem var skrifuð strax í kjölfar atviksins segir að konan hafi fallið í „sleipu“ við við laug. Héraðsdómur byggði dóm sinn á því að mottan hafi verið verulega sleip og þar af leiðandi skapað hættu á slysi. Fyrir dómi lágu fyrir skýrslur um nokkru tilvik þar sem sundlaugargestir féllu eða hrösuðu við bakka laugarinnar. Í þeim var gjarnan talað um sleipu sem ástæðu slyss. Í dómi Landsréttar er bent á að rekstraraðilar sund- og baðstaða beri að tryggja að orsakir slysa séu rannsakaðar. Sé það ekki tryggt getur rekstraraðilinn þurft að bera hallan af sönnunarskorti um þessi atriði. Gögn málsins bendi til þess að mottan sem málið varðar hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og Reykjavíkurborg gert að bera hallan af því. Þar að auki lá ekkert fyrir um að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk frá kvennaklefanum að vaðlauginni, en það var þá sem slysið átti sér stað. Þar af leiðandi dæmdi Landsréttur Reykjavíkurborg skaðabótaskylda í málinu, en ekki var mikill ágreiningur um bótakörfu konunnar sem var rúm þrjár og hálf milljón.
Dómsmál Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira