Datt í Sundhöllinni og fær þrjár og hálfa milljón Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 16:44 Atvikið átti sér stað við útilaug í Sundhöll Reykjavíkur. Myndin er af heitum potti í Sundhöllinni. Vísir/Arnar Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð slysið í Sundhöll Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í desember 2018, en í dómnum er því lýst að konan hafi fallið á mottu við bakka sundlaugar. Konan varð fyrir líkamstjóni vegna þessa. Samkvæmt mati bæklunarlæknis varð hún óvinnufær tímabundið. Hún hafi fengið slitgigt í úlnlið vinstri handar sem gæti háð henni í vinnu og almennt. Ágreiningur málsins varðaði það hvort Reykjavíkurborg væri skaðabótaskyld. Deilt var um hvort aðbúnaður við sundlaugina hafi verið ábótavant. Konan taldi svo vera, en Reykjavíkurborg vildi meina að það væri ósannað. Í skýrslu starfsmanns sem var skrifuð strax í kjölfar atviksins segir að konan hafi fallið í „sleipu“ við við laug. Héraðsdómur byggði dóm sinn á því að mottan hafi verið verulega sleip og þar af leiðandi skapað hættu á slysi. Fyrir dómi lágu fyrir skýrslur um nokkru tilvik þar sem sundlaugargestir féllu eða hrösuðu við bakka laugarinnar. Í þeim var gjarnan talað um sleipu sem ástæðu slyss. Í dómi Landsréttar er bent á að rekstraraðilar sund- og baðstaða beri að tryggja að orsakir slysa séu rannsakaðar. Sé það ekki tryggt getur rekstraraðilinn þurft að bera hallan af sönnunarskorti um þessi atriði. Gögn málsins bendi til þess að mottan sem málið varðar hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og Reykjavíkurborg gert að bera hallan af því. Þar að auki lá ekkert fyrir um að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk frá kvennaklefanum að vaðlauginni, en það var þá sem slysið átti sér stað. Þar af leiðandi dæmdi Landsréttur Reykjavíkurborg skaðabótaskylda í málinu, en ekki var mikill ágreiningur um bótakörfu konunnar sem var rúm þrjár og hálf milljón. Dómsmál Sundlaugar Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varð slysið í Sundhöll Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í desember 2018, en í dómnum er því lýst að konan hafi fallið á mottu við bakka sundlaugar. Konan varð fyrir líkamstjóni vegna þessa. Samkvæmt mati bæklunarlæknis varð hún óvinnufær tímabundið. Hún hafi fengið slitgigt í úlnlið vinstri handar sem gæti háð henni í vinnu og almennt. Ágreiningur málsins varðaði það hvort Reykjavíkurborg væri skaðabótaskyld. Deilt var um hvort aðbúnaður við sundlaugina hafi verið ábótavant. Konan taldi svo vera, en Reykjavíkurborg vildi meina að það væri ósannað. Í skýrslu starfsmanns sem var skrifuð strax í kjölfar atviksins segir að konan hafi fallið í „sleipu“ við við laug. Héraðsdómur byggði dóm sinn á því að mottan hafi verið verulega sleip og þar af leiðandi skapað hættu á slysi. Fyrir dómi lágu fyrir skýrslur um nokkru tilvik þar sem sundlaugargestir féllu eða hrösuðu við bakka laugarinnar. Í þeim var gjarnan talað um sleipu sem ástæðu slyss. Í dómi Landsréttar er bent á að rekstraraðilar sund- og baðstaða beri að tryggja að orsakir slysa séu rannsakaðar. Sé það ekki tryggt getur rekstraraðilinn þurft að bera hallan af sönnunarskorti um þessi atriði. Gögn málsins bendi til þess að mottan sem málið varðar hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og Reykjavíkurborg gert að bera hallan af því. Þar að auki lá ekkert fyrir um að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk frá kvennaklefanum að vaðlauginni, en það var þá sem slysið átti sér stað. Þar af leiðandi dæmdi Landsréttur Reykjavíkurborg skaðabótaskylda í málinu, en ekki var mikill ágreiningur um bótakörfu konunnar sem var rúm þrjár og hálf milljón.
Dómsmál Sundlaugar Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir