Datt í Sundhöllinni og fær þrjár og hálfa milljón Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 16:44 Atvikið átti sér stað við útilaug í Sundhöll Reykjavíkur. Myndin er af heitum potti í Sundhöllinni. Vísir/Arnar Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð slysið í Sundhöll Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í desember 2018, en í dómnum er því lýst að konan hafi fallið á mottu við bakka sundlaugar. Konan varð fyrir líkamstjóni vegna þessa. Samkvæmt mati bæklunarlæknis varð hún óvinnufær tímabundið. Hún hafi fengið slitgigt í úlnlið vinstri handar sem gæti háð henni í vinnu og almennt. Ágreiningur málsins varðaði það hvort Reykjavíkurborg væri skaðabótaskyld. Deilt var um hvort aðbúnaður við sundlaugina hafi verið ábótavant. Konan taldi svo vera, en Reykjavíkurborg vildi meina að það væri ósannað. Í skýrslu starfsmanns sem var skrifuð strax í kjölfar atviksins segir að konan hafi fallið í „sleipu“ við við laug. Héraðsdómur byggði dóm sinn á því að mottan hafi verið verulega sleip og þar af leiðandi skapað hættu á slysi. Fyrir dómi lágu fyrir skýrslur um nokkru tilvik þar sem sundlaugargestir féllu eða hrösuðu við bakka laugarinnar. Í þeim var gjarnan talað um sleipu sem ástæðu slyss. Í dómi Landsréttar er bent á að rekstraraðilar sund- og baðstaða beri að tryggja að orsakir slysa séu rannsakaðar. Sé það ekki tryggt getur rekstraraðilinn þurft að bera hallan af sönnunarskorti um þessi atriði. Gögn málsins bendi til þess að mottan sem málið varðar hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og Reykjavíkurborg gert að bera hallan af því. Þar að auki lá ekkert fyrir um að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk frá kvennaklefanum að vaðlauginni, en það var þá sem slysið átti sér stað. Þar af leiðandi dæmdi Landsréttur Reykjavíkurborg skaðabótaskylda í málinu, en ekki var mikill ágreiningur um bótakörfu konunnar sem var rúm þrjár og hálf milljón. Dómsmál Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varð slysið í Sundhöll Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í desember 2018, en í dómnum er því lýst að konan hafi fallið á mottu við bakka sundlaugar. Konan varð fyrir líkamstjóni vegna þessa. Samkvæmt mati bæklunarlæknis varð hún óvinnufær tímabundið. Hún hafi fengið slitgigt í úlnlið vinstri handar sem gæti háð henni í vinnu og almennt. Ágreiningur málsins varðaði það hvort Reykjavíkurborg væri skaðabótaskyld. Deilt var um hvort aðbúnaður við sundlaugina hafi verið ábótavant. Konan taldi svo vera, en Reykjavíkurborg vildi meina að það væri ósannað. Í skýrslu starfsmanns sem var skrifuð strax í kjölfar atviksins segir að konan hafi fallið í „sleipu“ við við laug. Héraðsdómur byggði dóm sinn á því að mottan hafi verið verulega sleip og þar af leiðandi skapað hættu á slysi. Fyrir dómi lágu fyrir skýrslur um nokkru tilvik þar sem sundlaugargestir féllu eða hrösuðu við bakka laugarinnar. Í þeim var gjarnan talað um sleipu sem ástæðu slyss. Í dómi Landsréttar er bent á að rekstraraðilar sund- og baðstaða beri að tryggja að orsakir slysa séu rannsakaðar. Sé það ekki tryggt getur rekstraraðilinn þurft að bera hallan af sönnunarskorti um þessi atriði. Gögn málsins bendi til þess að mottan sem málið varðar hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og Reykjavíkurborg gert að bera hallan af því. Þar að auki lá ekkert fyrir um að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk frá kvennaklefanum að vaðlauginni, en það var þá sem slysið átti sér stað. Þar af leiðandi dæmdi Landsréttur Reykjavíkurborg skaðabótaskylda í málinu, en ekki var mikill ágreiningur um bótakörfu konunnar sem var rúm þrjár og hálf milljón.
Dómsmál Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira