Lífið

Vertonet hélt sína fyrstu samkomu

Boði Logason skrifar
Þórunn Edwald, Guðný Danívalsdóttir, Droplaug Margrét Jónsdóttir, Díana Dögg Víglundsdóttir og Hildur Óskarsdóttir
Þórunn Edwald, Guðný Danívalsdóttir, Droplaug Margrét Jónsdóttir, Díana Dögg Víglundsdóttir og Hildur Óskarsdóttir Hulda Margrét

Fyrsta fyrirtækjaheimsókn Vertonet fór fram hjá Sýn á dögunum en yfir sjötíu konur úr tæknigeiranum sóttu viðburðinn.

Vertonet eru samtök kvenna í upplýsingatækni sem leggja áherslu á að skapa vettvang fyrir konur í margvíslegum störfum innan tæknigeirans. 

Rebekka Jóelsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir og Hulda Hallgrímsdóttir í góðum félagskap.Hulda Margrét

„Viðburðurinn fór fram í húsakynnum Sýn að Suðurlandsbraut. Þar tóku til máls þær Hulda Hallgrímsdóttir framkvæmdarstjóri nýsköpunar og reksturs, Snjólaug Haraldsdóttir deildarstjóri hönnunar, gagna og öryggis, Karen Sif Viktorsdóttir deildarstjóri hugbúnaðarþróunar, Kristjana Thors sjónvarpslausna og Díana Dögg Víglundsdóttir tæknilegur vörustjóri stafrænna dreifileiða sem kynntu fyrirtækið og þá tæknilegu breytingar- og sóknarvegferð sem Sýn er á,“ segir í tilkynningu frá Vertonet.

Díana Dögg Víglundsdóttir, vörustjóri stafrænna dreifileiða hjá Sýn var á meðal þeirra sem hélt erindi.Hulda Margrét

Þess má geta að Vertonet heldur úti hlaðvarpi þar sem tekin eru skemmtileg og fróðleg viðtöl við konur í tækni, farið yfir þeirra bakgrunn og störfin innan tæknigeirans á Íslandi.

Vísir er í eigu Sýnar.

Viðburðurinn fór fram í höfuðstöðvum Sýnar að Suðurlandsbraut.Hulda Margrét
Karen Sif Viktorsdóttir, Rakel Norðfjörð, Kristjana Thors.Hulda Margrét
Diljá Þorkelsdóttir, Helga Sigríður, Edit Ómarsdóttir, Hrefna Arnardóttir og Auður Inga EinarsdóttirHulda Margrét
Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, Hulda Hallgrímsdóttir, Snjólaug Haraldsdóttir, Díana Dögg Víglundsdóttir og Karen Sif Viktorsdóttir.Hulda Margrét
Bryndís Arna Borgþórsdóttir, María Builien Jónsdóttir og Snjólaug HaraldsdóttirHulda Margrét





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.