Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 10:21 Þegar hermenn fóru inn í Kfar Aza lágu lík á víð og dreif. Liðsmenn Hamas höfðu myrt börn, konur og menn, yfir hundrað manns að því er talið er. epa/Atef Sadafi Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. Ummælin lét hann falla þegar hann ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum. Tveir háttsettir embættismenn sögðu í samtali við NBC News að Biden hefði aðeins verið að vísa til fregna þess efnis að börn hefðu verið afhöfðuð. Deilt hefur verið um fregnirnar á samfélagsmiðlum og skrifað um málið í fréttum. Ísraelski herinn hefur ekki viljað staðfesta að börn hafi verið afhöfðuð en hins vegar sagði talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær að ungabörn og börn hefðu fundist afhöfðuð í Kfar Aza, þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir af Hamas-liðum á laugardag. Beheaded babies report spread wide and fast but the Israeli military won t confirm it https://t.co/bBJ3eJqOUH by @alicesperi https://t.co/bBJ3eJqOUH— The Intercept (@theintercept) October 11, 2023 Nokkrir miðlar hafa haft eftir ísraelskum hermönnum, í gegnum þriðja aðila, að börn hafi fundist afhöfðuð í Kfar Aza. Má þar nefna CBS News, sem hafði fregnirnar eftir Libby Weiss, einum talsmanna Ísraelshers. Þá hefur CBS það eftir Yossi Landau, yfirmanni björgunarsveita í suðurhluta landsins, að hann hafi sjálfur séð ungabörn og börn sem hafi verið afhöfðuð. „Ég sá miklu meira sem ég get ekki lýst núna því það er mjög erfitt,“ sagði hann. Börn og foreldrar hefðu fundist með bundnar hendur og augljós ummerki um pyntingar. Greint hefur verið frá því að allt að 40 börn hafi fundist afhöfðuð en þær fréttir virðast ekki fást staðist. Það voru blaðamenn ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar i24NEWS sem sögðu fyrst frá því að börn hefðu verið afhöfðuð og höfðu eftir ísraelskum hermönnum. Talsmaður hersins sagðist í samtali við The Intercept ekki geta staðfest fregnirnar en það væri augljóst að mörg hroðaverk hefðu verið framin. Intercept segir hermenn einnig hafa sagt blaðamönnum að einhverjar afhöfðanir hefðu átt sér stað. Þetta virðist vera nærri því sem hægt er að staðfesta en Benjamin Netanyahu sagði sjálfur í ræðu í gær að hermenn hefðu verið afhöfðaðir, auk þess sem börn hefðu verið bundin og skotin í höfuðið. Þá hefði ungum konum verið nauðgað og fólk brennt lifandi. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Ummælin lét hann falla þegar hann ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum. Tveir háttsettir embættismenn sögðu í samtali við NBC News að Biden hefði aðeins verið að vísa til fregna þess efnis að börn hefðu verið afhöfðuð. Deilt hefur verið um fregnirnar á samfélagsmiðlum og skrifað um málið í fréttum. Ísraelski herinn hefur ekki viljað staðfesta að börn hafi verið afhöfðuð en hins vegar sagði talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær að ungabörn og börn hefðu fundist afhöfðuð í Kfar Aza, þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir af Hamas-liðum á laugardag. Beheaded babies report spread wide and fast but the Israeli military won t confirm it https://t.co/bBJ3eJqOUH by @alicesperi https://t.co/bBJ3eJqOUH— The Intercept (@theintercept) October 11, 2023 Nokkrir miðlar hafa haft eftir ísraelskum hermönnum, í gegnum þriðja aðila, að börn hafi fundist afhöfðuð í Kfar Aza. Má þar nefna CBS News, sem hafði fregnirnar eftir Libby Weiss, einum talsmanna Ísraelshers. Þá hefur CBS það eftir Yossi Landau, yfirmanni björgunarsveita í suðurhluta landsins, að hann hafi sjálfur séð ungabörn og börn sem hafi verið afhöfðuð. „Ég sá miklu meira sem ég get ekki lýst núna því það er mjög erfitt,“ sagði hann. Börn og foreldrar hefðu fundist með bundnar hendur og augljós ummerki um pyntingar. Greint hefur verið frá því að allt að 40 börn hafi fundist afhöfðuð en þær fréttir virðast ekki fást staðist. Það voru blaðamenn ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar i24NEWS sem sögðu fyrst frá því að börn hefðu verið afhöfðuð og höfðu eftir ísraelskum hermönnum. Talsmaður hersins sagðist í samtali við The Intercept ekki geta staðfest fregnirnar en það væri augljóst að mörg hroðaverk hefðu verið framin. Intercept segir hermenn einnig hafa sagt blaðamönnum að einhverjar afhöfðanir hefðu átt sér stað. Þetta virðist vera nærri því sem hægt er að staðfesta en Benjamin Netanyahu sagði sjálfur í ræðu í gær að hermenn hefðu verið afhöfðaðir, auk þess sem börn hefðu verið bundin og skotin í höfuðið. Þá hefði ungum konum verið nauðgað og fólk brennt lifandi.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira