Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 10:21 Þegar hermenn fóru inn í Kfar Aza lágu lík á víð og dreif. Liðsmenn Hamas höfðu myrt börn, konur og menn, yfir hundrað manns að því er talið er. epa/Atef Sadafi Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. Ummælin lét hann falla þegar hann ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum. Tveir háttsettir embættismenn sögðu í samtali við NBC News að Biden hefði aðeins verið að vísa til fregna þess efnis að börn hefðu verið afhöfðuð. Deilt hefur verið um fregnirnar á samfélagsmiðlum og skrifað um málið í fréttum. Ísraelski herinn hefur ekki viljað staðfesta að börn hafi verið afhöfðuð en hins vegar sagði talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær að ungabörn og börn hefðu fundist afhöfðuð í Kfar Aza, þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir af Hamas-liðum á laugardag. Beheaded babies report spread wide and fast but the Israeli military won t confirm it https://t.co/bBJ3eJqOUH by @alicesperi https://t.co/bBJ3eJqOUH— The Intercept (@theintercept) October 11, 2023 Nokkrir miðlar hafa haft eftir ísraelskum hermönnum, í gegnum þriðja aðila, að börn hafi fundist afhöfðuð í Kfar Aza. Má þar nefna CBS News, sem hafði fregnirnar eftir Libby Weiss, einum talsmanna Ísraelshers. Þá hefur CBS það eftir Yossi Landau, yfirmanni björgunarsveita í suðurhluta landsins, að hann hafi sjálfur séð ungabörn og börn sem hafi verið afhöfðuð. „Ég sá miklu meira sem ég get ekki lýst núna því það er mjög erfitt,“ sagði hann. Börn og foreldrar hefðu fundist með bundnar hendur og augljós ummerki um pyntingar. Greint hefur verið frá því að allt að 40 börn hafi fundist afhöfðuð en þær fréttir virðast ekki fást staðist. Það voru blaðamenn ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar i24NEWS sem sögðu fyrst frá því að börn hefðu verið afhöfðuð og höfðu eftir ísraelskum hermönnum. Talsmaður hersins sagðist í samtali við The Intercept ekki geta staðfest fregnirnar en það væri augljóst að mörg hroðaverk hefðu verið framin. Intercept segir hermenn einnig hafa sagt blaðamönnum að einhverjar afhöfðanir hefðu átt sér stað. Þetta virðist vera nærri því sem hægt er að staðfesta en Benjamin Netanyahu sagði sjálfur í ræðu í gær að hermenn hefðu verið afhöfðaðir, auk þess sem börn hefðu verið bundin og skotin í höfuðið. Þá hefði ungum konum verið nauðgað og fólk brennt lifandi. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ummælin lét hann falla þegar hann ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum. Tveir háttsettir embættismenn sögðu í samtali við NBC News að Biden hefði aðeins verið að vísa til fregna þess efnis að börn hefðu verið afhöfðuð. Deilt hefur verið um fregnirnar á samfélagsmiðlum og skrifað um málið í fréttum. Ísraelski herinn hefur ekki viljað staðfesta að börn hafi verið afhöfðuð en hins vegar sagði talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær að ungabörn og börn hefðu fundist afhöfðuð í Kfar Aza, þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir af Hamas-liðum á laugardag. Beheaded babies report spread wide and fast but the Israeli military won t confirm it https://t.co/bBJ3eJqOUH by @alicesperi https://t.co/bBJ3eJqOUH— The Intercept (@theintercept) October 11, 2023 Nokkrir miðlar hafa haft eftir ísraelskum hermönnum, í gegnum þriðja aðila, að börn hafi fundist afhöfðuð í Kfar Aza. Má þar nefna CBS News, sem hafði fregnirnar eftir Libby Weiss, einum talsmanna Ísraelshers. Þá hefur CBS það eftir Yossi Landau, yfirmanni björgunarsveita í suðurhluta landsins, að hann hafi sjálfur séð ungabörn og börn sem hafi verið afhöfðuð. „Ég sá miklu meira sem ég get ekki lýst núna því það er mjög erfitt,“ sagði hann. Börn og foreldrar hefðu fundist með bundnar hendur og augljós ummerki um pyntingar. Greint hefur verið frá því að allt að 40 börn hafi fundist afhöfðuð en þær fréttir virðast ekki fást staðist. Það voru blaðamenn ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar i24NEWS sem sögðu fyrst frá því að börn hefðu verið afhöfðuð og höfðu eftir ísraelskum hermönnum. Talsmaður hersins sagðist í samtali við The Intercept ekki geta staðfest fregnirnar en það væri augljóst að mörg hroðaverk hefðu verið framin. Intercept segir hermenn einnig hafa sagt blaðamönnum að einhverjar afhöfðanir hefðu átt sér stað. Þetta virðist vera nærri því sem hægt er að staðfesta en Benjamin Netanyahu sagði sjálfur í ræðu í gær að hermenn hefðu verið afhöfðaðir, auk þess sem börn hefðu verið bundin og skotin í höfuðið. Þá hefði ungum konum verið nauðgað og fólk brennt lifandi.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira