Óttast um líf vina sinna Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2023 21:13 Mazen Maarouf er frá Palestínu en hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2015. Vísir/Egill Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira