Óttast um líf vina sinna Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2023 21:13 Mazen Maarouf er frá Palestínu en hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2015. Vísir/Egill Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira