Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2023 17:11 Frá því þegar Júlíus Geirmundsson kom í land á Ísafirði með veika áhofn. Hafþór Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira