Kærendur hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með greiðslu Árni Sæberg skrifar 11. október 2023 14:06 Máli Vítalíu og Ara, Hreggviðs og Þórðar Más er endanlega lokið. Vísir Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant gegn þremur mönnum sem Vítalía hafði kært fyrir meint kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að mennirnir hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með peningagreiðslu. Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina staðfestingu á því sem Vítalía hafi haldið fram frá upphafi, að þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafi átt frumkvæði að sáttaumleitan sem hófst í kjölfar sumarbústaðarferðar árið 2021. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi mannanna þriggja í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Kolbrún segir að í kjölfarið hafi lögmaður haft milligöngu um sáttaumleitan milli hlutaðeigandi, að frumkvæði mannanna þriggja. Þær umræður hafi runnið út í sandinn og engin sátt verið gerð. Þá segir hún að Vítalía hafi ekki tekið þátt í umræðum á þeim forsendum að hún myndi ekki kæra mennnina ef samningar næðust. Málinu endanlega lokið Með ákvörðun ríkissaksóknara er rannsókn á hendur þeim Vítalíu og Arnari endanlega lokið. Þá er rannsókn á hendur þeim Ara, Hreggviði og Þórði einnig endanlega lokið, líkt og greint var frá í ágúst. Vítalía hafði kært niðurstöðu héraðssaksóknara, þess efnis að málið væri ekki líklegt til sakfellingar, á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið Í rökstuðningi ríkissaksóknara kom fram að hægt hefði verið að afla frekari gagna en embættið teldi þó að það breytti ekki sönnunarstöðu málsins. Því væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40 Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina staðfestingu á því sem Vítalía hafi haldið fram frá upphafi, að þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafi átt frumkvæði að sáttaumleitan sem hófst í kjölfar sumarbústaðarferðar árið 2021. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi mannanna þriggja í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Kolbrún segir að í kjölfarið hafi lögmaður haft milligöngu um sáttaumleitan milli hlutaðeigandi, að frumkvæði mannanna þriggja. Þær umræður hafi runnið út í sandinn og engin sátt verið gerð. Þá segir hún að Vítalía hafi ekki tekið þátt í umræðum á þeim forsendum að hún myndi ekki kæra mennnina ef samningar næðust. Málinu endanlega lokið Með ákvörðun ríkissaksóknara er rannsókn á hendur þeim Vítalíu og Arnari endanlega lokið. Þá er rannsókn á hendur þeim Ara, Hreggviði og Þórði einnig endanlega lokið, líkt og greint var frá í ágúst. Vítalía hafði kært niðurstöðu héraðssaksóknara, þess efnis að málið væri ekki líklegt til sakfellingar, á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið Í rökstuðningi ríkissaksóknara kom fram að hægt hefði verið að afla frekari gagna en embættið teldi þó að það breytti ekki sönnunarstöðu málsins. Því væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40 Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01
Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40
Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10