„Höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2023 19:42 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að hingað til hafi reynst erfitt að fá ráðherra til að segja af sér. Hún telji afsögn Bjarna hafa verið rétta ákvörðun. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér embætti fjármálaráðherra hafi verið rétt. Formaður Flokks fólksins undrast hve auðveldlega hann fór frá, en formaður Samfylkingarinnar bendir á langan aðdraganda að ákvörðun Bjarna. Bjarni kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun, þar sem hann sagði ástæðuna vera álit Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Niðurstaða Umboðsmanns var sú að í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Bjarni fór á fundinum yfir þær athugasemdir sem hann hafði við álit Umboðsmanns, en sagðist engu að síður munu virða það og axla ábyrgð, áður en hann tilkynnti um afsögn sína. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist telja að um rétta ákvörðun hafi verið að ræða. Niðurstaða Umboðsmanns hafi ekki komið á óvart, ekki frekar en afsögn Bjarna. „Það sem hins vegar kannski veldur áhyggjum er að um leið og hann segir af sér þá vefengir Bjarni niðurstöðu Umboðsmanns, sem vekur upp þær áhyggjur að það verði ekki dreginn sá lærdómur af þessari niðurstöðu sem vonir stóðu til,“ sagði Arndís í beinni útsendingu frá Alþingi. Almennt erfiðara að losna við ráðherra Einnig var rætt við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem sagði um söguleg pólitísk tímamót að ræða. „Við erum vitni að því að hér stígur ráðherra fram og segir af sér strax í kjölfarið á áliti Umboðsmanns. Við höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá, eins og við vitum. Þannig að maður veltir fyrir sér á hvaða taflborði við erum núna. Erum við peð á einhverju refskákborði fráfarandi fjármálaráðherra? Ég veit það ekki,“ sagði Inga, og bætti við að það yrði spennandi að sjá hvað gerðist næst. „Hvort að ríkisstjórnin stendur þetta af sér. Ég veit að þau vilja væntanlega ekki fara í kosningar akkúrat núna, en ég held að þau séu afskaplega veik.“ Þá sagðist Inga telja að Bjarni hefði sett fordæmi, sem kynni að gilda í máli Svandísar Svavarsdóttur. Umboðsmaður er nú með stjórnsýsluframkvæmd hvalveiðibanns sem Svandís setti í sumar til skoðunar. „Ef hún fær einn á baukinn hjá Umboðsmanni, þá verður hún sannarlega líka að hugsa sína stöðu. Fordæmin hafa verið lögð. Bjarni Benediktsson gerði það í morgun og ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Inga. Allt sem mátti rannsaka hafi komið illa út Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fólk innan raða síns flokks telja að ákvörðun Bjarna hafi verið rétt. Hún minnti á að ákvörðunin ætti sér langan aðdraganda. „Þetta er þriðja niðurstaðan í því sem hefur verið rannsakað sem kemur illa út. Allt sem hefur mátt rannsaka hefur komið illa út. Skýrsla ríkisendurskoðanda, skýrsla FME og nú álit Umboðsmanns Alþingis. Það sem maður hefur auðvitað áhyggjur af er að það er varla bætandi á þetta kaos í ríkisstjórninni,“ sagði Kristrún. Staðan væri erfið í efnahags- og velferðarmálum, og nú væri útlit fyrir að enginn yrði starfandi fjármálaráðherra í miðri fjárlagavinnu. „Þannig að við hljótum að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún komi þá með aðgerðir, tali ekki bara um að standa saman til þess eins að sitja í sínum stólum, heldur komi með alvöru aðgerðir að borðinu fyrir fólkið í landinu,“ sagði Kristrún. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Tengdar fréttir „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð?“ Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 „Fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða“ Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vekur gríðarlega athygli. Álitsgjafar á samfélagsmiðlum eru ýmist hvumsa yfir ákvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra. 10. október 2023 14:13 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Bjarni kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun, þar sem hann sagði ástæðuna vera álit Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Niðurstaða Umboðsmanns var sú að í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Bjarni fór á fundinum yfir þær athugasemdir sem hann hafði við álit Umboðsmanns, en sagðist engu að síður munu virða það og axla ábyrgð, áður en hann tilkynnti um afsögn sína. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist telja að um rétta ákvörðun hafi verið að ræða. Niðurstaða Umboðsmanns hafi ekki komið á óvart, ekki frekar en afsögn Bjarna. „Það sem hins vegar kannski veldur áhyggjum er að um leið og hann segir af sér þá vefengir Bjarni niðurstöðu Umboðsmanns, sem vekur upp þær áhyggjur að það verði ekki dreginn sá lærdómur af þessari niðurstöðu sem vonir stóðu til,“ sagði Arndís í beinni útsendingu frá Alþingi. Almennt erfiðara að losna við ráðherra Einnig var rætt við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem sagði um söguleg pólitísk tímamót að ræða. „Við erum vitni að því að hér stígur ráðherra fram og segir af sér strax í kjölfarið á áliti Umboðsmanns. Við höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá, eins og við vitum. Þannig að maður veltir fyrir sér á hvaða taflborði við erum núna. Erum við peð á einhverju refskákborði fráfarandi fjármálaráðherra? Ég veit það ekki,“ sagði Inga, og bætti við að það yrði spennandi að sjá hvað gerðist næst. „Hvort að ríkisstjórnin stendur þetta af sér. Ég veit að þau vilja væntanlega ekki fara í kosningar akkúrat núna, en ég held að þau séu afskaplega veik.“ Þá sagðist Inga telja að Bjarni hefði sett fordæmi, sem kynni að gilda í máli Svandísar Svavarsdóttur. Umboðsmaður er nú með stjórnsýsluframkvæmd hvalveiðibanns sem Svandís setti í sumar til skoðunar. „Ef hún fær einn á baukinn hjá Umboðsmanni, þá verður hún sannarlega líka að hugsa sína stöðu. Fordæmin hafa verið lögð. Bjarni Benediktsson gerði það í morgun og ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Inga. Allt sem mátti rannsaka hafi komið illa út Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fólk innan raða síns flokks telja að ákvörðun Bjarna hafi verið rétt. Hún minnti á að ákvörðunin ætti sér langan aðdraganda. „Þetta er þriðja niðurstaðan í því sem hefur verið rannsakað sem kemur illa út. Allt sem hefur mátt rannsaka hefur komið illa út. Skýrsla ríkisendurskoðanda, skýrsla FME og nú álit Umboðsmanns Alþingis. Það sem maður hefur auðvitað áhyggjur af er að það er varla bætandi á þetta kaos í ríkisstjórninni,“ sagði Kristrún. Staðan væri erfið í efnahags- og velferðarmálum, og nú væri útlit fyrir að enginn yrði starfandi fjármálaráðherra í miðri fjárlagavinnu. „Þannig að við hljótum að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún komi þá með aðgerðir, tali ekki bara um að standa saman til þess eins að sitja í sínum stólum, heldur komi með alvöru aðgerðir að borðinu fyrir fólkið í landinu,“ sagði Kristrún.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Tengdar fréttir „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð?“ Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 „Fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða“ Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vekur gríðarlega athygli. Álitsgjafar á samfélagsmiðlum eru ýmist hvumsa yfir ákvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra. 10. október 2023 14:13 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
„Hvað er að axla pólitíska ábyrgð?“ Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58
„Fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða“ Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vekur gríðarlega athygli. Álitsgjafar á samfélagsmiðlum eru ýmist hvumsa yfir ákvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra. 10. október 2023 14:13